Eftir miklar umhugsun ákvað ég að kaupa Modern Warfare 2. Ég einfaldlega hugsaði með mér: “Gaur, þetta er Infinity Ward, þeir hafa aldrei brugðist mér”.
Ég trúði ekki slæmu hlutunum sem ég heyrði um hann og las hér á /cod. Ég hélt að þetta væri bara íhaldssemin í gömlu cod-urunum sem var að dæma hann.
Ég keypti hann með því hugarfari að hér væru breytingar á ferð og ég mætti ekki láta hinn harðkjarna Codara í mér dæma leikinn fyrir það.
Ég horfði á þennan leik sem hinn casual gamer. Ég gerði mitt besta til að vera “fresh minded”.
Síðan byrjaði ég að spila í gegnum Sp söguþráðinn, áður en ég fór í Mp.
Það var mjög gott og gaman. Þó fílaði ég ekki ýmislegt við söguþráðinn og gameplayið, en none-the-less var hann skemmtilegur.
Síðan fór ég í Mp.
Jújú, það var voðalega gaman að levela, ná í challenges og stuff. En það var eina ástæðan fyrir því að ég spilaði hann. Um leið og ég var kominn í rank 70 (hæsta levelið) þá hætti ég að spila hann, og hef ekki spilað hann síðan.
Ástæðan var sú að gameplay-ið í þessum leik er vægast sagt skelfilegt:
Leikurinn er fáranlega imbalanced og enganveginn skillbased á nokkurn hátt, því að það eru fídusar að gera allt fyrir þig og þú getur bara slakað á á meðan. Gaur sem hefur aldrei áður séð FPS leik getur náð góðu score-i í MW2 með öllum þessum perkum, equipment, attachments, kill streaks, deathstreaks og fáranlega imbalanced byssum.
Möppin eru skelfilega stór á hræðilegan hátt og camper-friendly. 'Nuff said.
Mér finnst fyndið að þegar fjallað er um þennan leik, þá er t.d. alltaf talað um hvað það er gaman að fá vera í AC130 vél (sem þú unlockar með killstreaki) og sprengja upp andstæðingana, en enginn talar um hvað það er fucking gaman að láta sprengja sig í loft upp með AC130 a.m.k. 5 sinnum í hverju roundi.
Ekki má heldur gleyma þessu frábæra nýja matchmaking og listen servers kerfi. Það er aðal ástæðan fyrir því af hverju ég syrgi þessar 7000 kr. sem fóru í hann.
Það getur tekið langan tíma að koma sér inná server, ef það hreinlega tekst. Því trúðu mér, það gerist mjög oft að þér er kickað af óskiljanlegum ástæðum, eða þú færð jafn fáranlega villuboða og “lost connection to host”, “game lobby has been closed” eða “lost connection to steam” a.m.k. 7 sinnum eftir að hafa verið að leita að server í 3 mínútur án árangurs.
Ef þú ætlar að spila með félögunum verðið þið að fara saman í “party” og joina server saman. Það er svosem góð hugmynd ein og sér. En ef þið eruð fleiri en 3, þá er það pretty much happa glappa hvort þið munið nokkurn tíman komast inná server allir saman, því alltaf er a.m.k. einum kastað útúr lobby-inu að ástæðulausu eða einhver fer inná allt annan server.
Síðan er pingið vægast sagt hræðilegt. Ef þú ert mjög heppinn munt þú joina server og hafa að lágmarki 170 ping. Það útskýrir líka það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég spilaði leikinn: Ég þurfti 1/3 úr magazine-inu til að drepa einvhern, því skotin registeruðust svo agalega seint.
Ekki má heldur gleyma hinum frábæra fídus að leikurinn tekur sér oft hentuga pásu meðan að serverinn skiptir um host. Þá frýs allur serverinn og allir í honum á meðan. Það getur verið gott að nýta þá pásu til þess að skreppa á klósettið og hella upp á kaffi fyrir hina spilarana sem eru að nýta sér pásuna.
Tölvan mín er ekki mjög kröftug. Ég verð að spila hann með lágum graffík stillingum. Ég get í hreinskilni sagt að COD 2 lookar mun betur hjá mér heldur en MW2 gerir. Sérstaklega þar sem Byssurnar sem maður er með minnir mig svolítið á Unreal Tournament #1.
Ef þú spyrð mig, þá eru það mikil afturför. Sérstaklega þar sem ég get ekki opnað console-ið mitt til að lækka lodscale eða slökkva á decals til að hækka FPS-ið. En Infinity Ward er ekki sammála mér. Þeir fíla það að gera leik sem lookar illa, en myrða samt sem áður litla kettlinga eins og tölvuna mína. En ef þú seldir sálu þína fyrir tölvuna þína eða ert fermingarstrákur (pretty much það sama) þá er ég viss um að graffíkin sé mjög góð.
En samt sem áður, þá er þessi leikur alveg peningana virði.
Þ.e.a.s. ef þér finnst gaman að láta þyrlur með sprengjuskotum wallbanga þig, fljúgandi orustuskip sprengja þig í öreindir, skjóta heilum magazine-um í andstæðingana án þess að þeir meiðist, láta gaura með endalausar sprengjuvörpur gera þig að sultu, vera hnífaður af 5 km færi af gaurum sem hlaupa á ljóshraða, vera snipe-aður með dual-wieldaðri haglabyssu, hlaupa í gegnum heilu akrana og lagerana af claymores, horfa á flögrandi peninga þegar þú ert skotinn, slást á móti heilum her af cömpurum sem geta séð þig í gegnum veggi, fá rauða sultuslettu á skjáinn þinn og að lokum lenda undir kjarnorkusprengju sem endar leikinn.
En ekki misskilja mig. Ég mun ávallt verða Infinity Ward ævinlega þakklátur fyrir það að taka Call of Duty titilinn og búa til þessa drullu út úr honum. Ég elska þá fyrir að gefa skít í “The legend of Cod”. Þessi leikur snérist augljóslega ekkert um peninga, heldur snérist hann um byltingu. Hann er alls ekkert peningaplokk. Ég vona svo innilega að þeir snúi aldrei aftur í gömlu Cod. Takk fyrir að plata úr höndum mínum 7000 krónur sem ég eyddi heilu sumri í unglingavinnu að safna fyrir.
Bless bless, Cod. Við áttum margar góðar stundir saman, en sumt er einfaldlega of gott til að endast.
Ég er Sterinn.