Var að kaupa mér Cod waw um daginn (án efa með bestu leikjum sem ég hef komist í) og byrjaði á að fara í solo, og ekkert mál með það.
Síðan fer ég í Mutliplayer, og opna listann, og þá hrúgast allt +i einu inn einhverjir serverar, með (0/0) leikmönnum og heita annað hvort “Download the patch” eða “callofduty.com/update” (patch 1.5). Líka ef ég reyni að komast inn á þáer mér bent á vefsíðuna þar sem ég get downloadað 1.5. Svo ok, ég auðvitað í trompandi fýlu yfir þessu,en fer samt og downloada þessu, sem tekur um 4 tíma. Ég auðvitað guðs lifandi feginn að vera búinn með downloadið, og ætla að fara að setja þetta upp, en þá koma allt í einu upp þau skilaboð að ég þurfi líka að downloada patch 1.4.
Svo áður en ég fer kannski að downlaoda öllu draslinu niður í 1.0 eða einhvern andskotann, þá langaði mig að vita hvort einhver annar hefur lent í þessu og hvort þetta er eðlilegt, af því að mér finnst ekki eðlilegt að þegar ég er búinn að eyða hátt í 10 þúsund í þennan leik að ég þurfi líka að downlaoda einhverju aukarusli.
Með fyrirfram þokkum,
Sigurðu