Sææælir!
Við IceAce menn höfum nú ákveðið að byrja aftur af fullum krafti í COD4, Erum komnir með 6 menn sem eru með smekk hlaðnar byssur.. Hér kemur stutt kynning á liðsmönnum IceAce
Reynir Farmer
Þessi snáði fæddist árið 1993, hann hefur stjórnað IceAce frá upphafi, kom með topp line up í COD2 og vonum að hann geri það gott með IceAce í cod4.. jú hann er oftast kallaður Farmerinn, hann mun vera með sína hægri hönd á MX-inni og koma sterkur inn sem leader IceAce manna.
Þórður BenZi
Í herbúðum IceAce er að finna einn dreng sem kallast BenZi, Hann er einnig einn af stofnendum IceAce. Hann fæddist árið 1993 og var skírður Þórður Ásgeirsson.. Hann byrjaði í COD2 eins og flestir í IceAce en núna er COD4 meira ‘'inni’' þannig að það er eins gott að þjálfa sig meira.. Honum hlakkar til að takast á við andstæðingana og vonum að honum gangi vel.
Halldór Awesome
Jú þetta er hinn ‘fræbæri’ Halldór. eða Dóri Awesome… Hann er einnig einn af stofnendum IceAce en fór síðan utaf rifrildum, Þá fór hann í clan sem hét reVenge en varð svo að Fear… En núna er hann kominn aftur og kemur sjóðandi heitur inn í IceAce. GL!
Róbert Clean
Clean, eða rottan eins og sumir vilja kallann mun munda skópinn fyrir IceAce, hann byrjaði hjá IceAce en fór svo á sama tíma og Dóri til reVenge/fear..En þar er hann hættur og bankaði uppá hjá farmernum og spurði um laust pláss í herbúðum IceAce. Auðvitað var svarið já og við bjóðum Róbert velkomin til starfa!
Ármann Effect
Þessi drengur var hjá Never To late, en nú er það hætt störfum þannig við ákváðum að bjóða honum pláss í herbúðum okkar. Hann þáði það og bjóðum hann velkominn til starfa. Ármann hefur 3 markmið: Rusha í drasl, nade-a í rusl og spreyja í drasl… Gl marr
Jón Lego
Já hér er stórt nafn! Jón Lego var boðið að koma til liðs við IceAce strax og við byrjuðum að leita. Það fær hann ekkert stoppað, og allt sem verður á vegi hans tætir hann bara í sig…. Bjóðum hann velkomin til starfa, GL&HF Jón
——————————–
Jæja þá hef ég talið upp okkar Line up..
Við erum game í spil hvenær sem er.. eða svona nánast, bara senda xfire…
Vonandi á COD samfélagið eftir að standa sem lengst og þakka ég fyrir mig og sjáumst á vígvelli!
-BenZi
pís át og no fleim