Arnar, frá dögun tímans hefur maðurinn leitast við að fylla tóm sem tilgansleysi lífsins hefur myndað. Sumir hafa fundið sig í trú, aðrir íþróttum eða ferðalögum, fræðiritum, listum eða heimspeki. Sumir hafa hinsvegar vaðið í þá villu, að reyna að fylla tómið með veraldlegum gæðum sem eiga ekkert skylt við raunverulega hamingju. Walt Disney persónugerði þennan félagsvanda, sem sumir telja að jaðri við geðveiki, sem hinn skapstygga og vinafáa Jóakim Aðalönd. Jóakim, sem hefur sankað að sér veraldlegum gæðum í gegnum lífið á ekki konu, enga alvöru vini og er við það að kveðja þennan heim. Í mörgum myndasögunum tekur Jóakim niður grímuna og glittir þá í þá óhamingju sem líf hans hefur verið. Í nútíma vestrænum heimi er þetta vandamál orðið risastórt. Holdgervingur vandans í hinum vestræna heimi er maccinn, í auglýsingum sést hamingjusamt fólk með iPod og macca, en í raun býr þetta fólk við meiri óhamingju en nokkur annar á jarðkringlunni. AIDS-sjúkir Afríkubúar sem munu aldrei eiga meira en eina geit með niðurgang, eru hamingjusamari. Það eru ekki eignirnar sem skapa hamingju, heldur hugarfarið, og veraldlegar eignir geta í raun skemmt fyrir. Á ferð minni um Austur-Asíu lærði ég hugsunarhátt innfæddra og get ekki annað en sagt að ég sé nýr maður, betri maður, hamingjusamari maður. Ég hef afsalað mér öllum mínum eignum, en stunda þó ennþá nám við Verzlunarskólann, einfaldlega vegna þess að ég vil bæta tengsl mín við vini mína og breiða út boðskap minn. Arnar, í svörum þínum á þessum þræði sést sú eymd sem lifir undir þeirri fals-hamingju sem maccinn veitir þér. Þú fórst strax í vörn, skaust á mig persónulegum skotum og upphafðir maccann þinn. Ég vona að þetta verði þér að lærdómi og mátt þú, ef ekki sannfærður, koma og tala við mig í stofu 4 á fjórðu hæð.
Ég vona innilega að þú takir þetta til umhugsunar því lokatakmark hvers manns í þessum heimi hlýtur, jú, að vera hamingja.
Mbk.
Guðjón Kári Jónsson