Það er nú þannig að þegar ég ætla að reyna að fara á einhvern server í Call of Duty 4 þá kemur bara “key code appears to be in use.”
Ég veit alveg hvað þetta þýðir og ég var að velta því fyrir mér hvort þetta gæti bara verið einhver bilun sem hægt er að laga? Eða er bara eitthvað fífl úti í heimi að nota key code-inn minn?

Ég ætla að taka það fram að ég er með Windows Vista af því að ég veit að það eru þónokkur vandamál með CoD 4 og Vista. Svo er ég ekki búinn að setja leikinn upp með mínum key code neinsstaðar annarsstarar?

Hjálp!

Með fyrirfram þakkir

Alex.