Góðann daginn ágætu CoD 4 spilarar.

Crespo/LameNess heilsar ykkur á þessum dýrðar degi.

Það má með sanni segja að líf mitt hafi umturnast um jólin þegar þessi tölvuleikur barst í hendurnar á mér, Modern warfare. Í fyrstu þótti mér leikurinn ögn flókinn, þar sem síðasti leikur sem ég spilaði var cs 1.3 en þar sem ég átti mikinn frítíma um jólin þá vandist hann svona líka vel og fór að verða mér afbragðs afþreying.
Ég fór að taka eftir því að áhugi fyrir öllu öðru fór að dala… Í janúar tók ég mér 18 veikindadaga úr vinnunni, og þegar febrúar var hálfnaður var ég rekinn þaðan. Engin eftirsjá er í þeirri vinnu, þar sem CoD 4 er það eina sem ég þarf.
Í síðustu viku fór konan mín frá mér, sem ég hafði ekki yrt á í tvær vikur, og tók hún krakkann okkar með sér. Margir tækju þetta mjög nærri sér en þar sem krakkinn fæddist í nóvember og ég fékk leikinn snemma í desember þá gafst mér eiginlega enginn tími til að kynnast honum, og hef því ekki myndað neinar tilfinningar til hans, hann var í raun bara lítill hlutur sem framkallaði mikinn hávaða, og þar með truflaði mig í leiknum. Konan hafði nefnt það við mig nokkrum sinnum að ég þyrfti að velja á milli hennar og leiksins…. Að henni skuli detta það í hug…. ég… að hætta í þessum leik… ALDREI.
Nú líður mér vel. Ég hef eignast marga góða vini í þessu samfélagi og vona að við eigum góða mánuði framundan í þessum æðislega leik. Þið eruð það eina sem ég á, og það eina sem ég þarf.

Með fyrirfram þökk,
Crespo.
þetta geri ég til að fylla út plássið þegar ég er að komenta.