Já mótið er búið og það má svo sannarlega segja að það hafi verið fjörugt.
Þetta er eitt af merkilegri mótum sem spiluð hafa verið í cod, history breaking sigrar, blóð sviti og tár herramenn, blóð sviti og tár var það sem fyrir augu bar á mótinu.
Í öðrum riðlinum komust:
1. #nvm
2. Geared up
3. Reload
4. filthy
upp en í hinum
1. Superior
2. Adios
3. Catalyst
4. SA
Bracketsið hófst svo á því að nvm og Superior sigruðu örugglega liðin sem lentu í 4 sæti í gagnstæðum riðli, semsagt Filthy og SA voru fljótt farin í LB. Adios mölvaði þegar brothætt reload liðið en last minuite lineup vandamál voru þar í gangi. Catalyst byrjaði mjög slowly, en vann þó hægan og öruggan sigur á Geared up, þrátt fyrir mikla baráttu frá Geared Up, sem fengu þó nokkur round.
Eftir þetta komust Catalyst í gang, ruddu Superior örugglega úr vegi á meðan að nvm vann umdeildan sigur á Adios. Í looser brackets gerðist það á sama tíma að Filthy vann reload, sem þurftu að spila 3-4 í leiknum, hetjulegri baráttu þeirra þá lokið, Geared up sá í hinum LB leiknum til þess að vera SA í keppninni yrði ekki lengri. Þar með voru SA og Reload búin að skipta með sér 7-8 sætinu.
Adios, sem tapaði fyrir nvm fékk síðan Geared up, eflaust fúlir eftir síðasta leik og kanski ekki með 100% einbeitingu í gangi þá náðu Geared up að pressa á Adios og á endanum hrundi eitthvað og Geared up gekk á lagið, kláraði leikinn og sagði “adios, adios”…(cheeesy line :* ) Filthy mætti Superior og miðað við að Superior var áður í keppninni búnir að skella þeim þá hélt maður að þeir ættu ekki í vandræðum með það aftur…en allt kom fyrir ekki, filthy skellti þeim big time og því deildu Superior og Adios 5-6 sætinu. Að mínu mati óvænt úrslit í BÁÐUM leikjunum.
Þá var það filthy vs Geared up, þetta var dramaleikur, filthy komust í 5-1…6-2 svo tóku geared up aðeins við sér en staðan var orðin 10-6 fyrir filthy…ég persónulega var farinn að tala við strákana hvernig skildi spila vs filthy…en SÆLL Geared up komu til baka og 10-7…10-8…10-9 og 10-10…framleggingin kom, mórallinn hjá filthy ef ég má giska WAY down að hafa ekki klárað þetta, á meðan að geared up voru alveg sprell-lifandi og glaðir…þannig þeir kláruðu filthy í framleggingu, DRAMATÍK!!!
Þá var það leikurinn um 3ja sætið, nvm vs Geared up. Geared up nýbúnir að leggja Filthy, beint í tens leik vs nvm. Eins og filthy komst nvm í 5-1…og við höfðum fylgst með filthy tapa því niður þannig við ætluðum EKKI að láta það gerast, en sagan virtist ætla að endurtaka sig, 6-2 og svo gengu Geared up á lagið en voru á endanum stoppaðir og ef ég man final score rétt, 11-5 fyrir nvm.
Þá var það úrslitaleikurinn, baráttan um kjallarann í backlot, sem nvm klárlega vann. Hnífa fightið byrjaði spennandi en Catalyst náðu að klára það og drezi tók sín fyrstu hnífakill rsum á mótinu eða eikka. Catalyst tóku auðveldara side-ið, marines.
Ég sem nvm maður og leader í nvm kem með mína frásögu af leiknum:
Við vorum ákveðnir í að sýna þessum kempum að ef þeir spila ekki leikinn, þá eru lið tilbúin að reyna að narta í hælana á þeim. Nvm byrjaði af mun meiri krafti, var mun tilbúnara og tók fyrstu 3 roundin sem Op for en það er mun erfiðara side. Catalyst menn kikkuðu þá í gírinn og fengu sitt fyrsta round, þá tók nvm fail-að B röss og staðan 3-2. Aftur var farið A og eftir stutt og snaggaralegt round tókst nvm að klára cG teymið, 4-2. Síðan skiptust liðin á roundum og final score 6-4. Frá mínum sjónarhóli var þetta perfect, við að vinna eftir erfiðara side-ið og áttum eftir marines side-ið sem okkur hefur tekist að skella góðum liðum illa í.
The trap was set… Of mikið sjálfsöryggi í bland við stress leifði reynsluboltunum í cG að komast aftur inní leikinn, 4 stutt round og staðan var 8-6 fyrir nvm, þá tóku cG öll völd, stressið og spennan var of mikil fyrir nvm og cG komið í 9-8. Þá var það hingað og ekki lengra og með góðu spili tóku nvm 2 round í röð, 10-9 fyrir nvm. Þarna hélt ég að momentið væri hugsanlega komið 1 round og cG to the ground í fyrra mappi. Ég þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur á því að þeir væru að leggjast á græna því þeir einfaldlega fengu sér göngutúr yfir okkur í síðasta roundinu og misstu held ég ekki mann.
Framleggingin kom, cG vann Marines side 3-0, mjög easy, nvm tók þá 1 round sem marines, eftir að undirritaður ákvað að rössa upp B, það var smók og í miðjum smóknum hitti hann 2 cG menn, sem eftir stuttar rökræður voru 7 feet under. Síðan duttu nvm aftur í sitt venjulega skipulag, en cG náði að klára síðasta roundið, gg!
Lokaröðun var svona:
1. cG
2. nvm
3. Geared Up
4. Filthy
5-6. Adios og Superior
7-8. reload og SA
9-10. Team fx og shine
11-12. N og Linedown
GG gott mót og vonandi sjáumst við hressir og kátir á næsta esports móti (ef það verður ekki bara esports.is series…)
úbbs sagði ég þarna eikka sem má ekki segja :p
Bætt við 3. mars 2008 - 01:13
Bæta við mínum persónulega styrkleikalista hér eftir mótið:
1. cG
2. nvm
3. Superior
4. Adios
5. Geared Up
6. Filthy
7. reload
it´s my list…and it´s now or never, i ain´t going to live for ever!!!
Er tantrum enn til? dno þannig þeir eru ekki inná listanum