Verður haldið eftir 2 vikur og 2 daga… semsagt helgina 1 og 2 feb. Lið verða að FESTA lineup miðvikudaginn fyrir mót útaf 1-2 leikmönnum sem ekki verður gefið upp hverjir eru. Annars verða lið ekki tekin gild á mótið. Fyrstur skráir fyrstur fær gildir ennþá.
Hertar reglur verða einnig setta á varðandi kjaft við admin. Ég er búinn að fá nóg af því að fá kjaft frá 80% samfélagins, vera hafnað sem admin af manni sem spilar varla leikinn þrátt fyrir að vera að gera næstum allt í þessu samfélagi og nenna að halda online mótin ofaní menn. Þakka þeim sem haga sér almennilega og gera það gaman að halda mótin fyrir sig, því þegar menn koma almennilega fram við mig þá er mjög gaman að halda mót fyrir þá. En aftur að þessum hertu admin reglum. Viku fyrir mót verða 3 hjálparadminar valdir með mér og munu aðstoða mig við allt sem við kemur mótinu, pm-a mig ef menn vilja að ég skoði þá sem admins.
Leiðindi við mig mun ég líta á sem það sama og afskrá sitt lið í mótið því ef menn hafa eitthvað útá þetta að setja þá er enginn að neiða þá í að spila á mótinu og mega þeir þá bara vera annarstaðar. Að segja skoðanir sínar og að vera með kjaft/leiðindi eru algjörlega sitthvor hluturinn
Ég ætla að reyna að redda sponsi á þetta mót ef ég get, en sjáum til með það.
Þangað til næst: Snatch/evert
Bætt við 15. febrúar 2008 - 10:34
Skráning verður á esports.is og opnar vonandi um helgina, verður á sama stað og gamla mótið, sömu reglur með nokkrum viðbótum. Þar sem þetta er esports.is mót þá tek ég ekki mark á huga.is skráningum því ég þarf að geta haldið utanum þetta og auðveldara að hafa það bara á einum stað frekar en að vera alltaf að flakk milli hugi.is og esports.is