Já ég ákvað að gera stutta greinargerð um íslensk lið í erlendum cuppum og hvaða cuppar eru að byrja. Eftir nánari eftirgrenslan sá ég að það eru nokkur lið í cod4 cb 5on5 s&d laddernum, þau eru: dedication, prototype, reload, superior og Tantrum?
Dedication gengur mjög vel, prototype gekk vel en eru ekki búnir að spila lengi, Tantrum eru nýjir en mun ganga mjög vel að öllum líkindum. Hinsvegar gengur mínum mönnum svona upp og niður og rokka milli 750-950 pts á fullu.
Síðan er það dedication er í codqcup og má segja að þeir séu að blasta sér á kortið með framistöðu sinni þar, tóku fear factory sem er að því að mér sýnist sterkasta lið Póllands í hörku spennandi leik (spurning um að flytja þá inn og jobba þá upp á kárahnjúkum til að fá smá samkeppni í íslenska samfélagið?) Þeir eru nokkuð öruggir um sigur í riðlinum sínum og vonandi gengur þeim vel í milliriðlunum gegn sterkustu liðum evrópu, en lið eins og dignitas, speedlink, k1ck, esuba, KomaCrew, Teymi lógítech.fi og fleiri stór lið eru skráð í þessa keppni og það verður spennandi að sjá hvort að dedi á eitthvað í þessi stærstu lið og vonandi fær maður að sjá dedi í riðli með dignitas í milliriðlunum :p væri skemmtilegt að sjá þann leik en eins og stendur lítur út fyrir að risarnir í dignitas valdi vonbrigðum og endi í 2nd place í sínum riðli…er þá ekki séns að þeir dragist í riðil með deddkeisjón???
linkur á þetta mót hér: http://www.callofduty.se/codqcup/index.php?p=groups
Síðan er það cb prize fightið, sem er mót á vegum clanbase sem að bæði dedication (1 deild) og reload (2nd deild) eru skráð í og verður gaman að sjá hvernig þeim gengur þar en þetta er risa mót á vegum cb og 2 deildir spilaðar, semi stór lið í þessu móti og dedi meðal annars er í riðli með codename.fi sem var eina liðið sem ég kannaðist við þar, veit að þeir geta alveg skotið en það má vel vera að það sé sterkara lið þar heldur en þeir :P
Bara létt umfjöllun um hvað íslensk lið eru að gera á erlendri grundu ;) Endilega fleiri lið að skrá sig í cb og vera virk þar!