jæja jólamótið búið, gg´s allir spilaði reyndar bara fyrri daginn en það var hörku gaman. Ég ætla aðeins að fara yfir stöðuna á mótinu og hvaða lið komu mest á óvart:
1. Dedication
2. Attitude
3. Reload
4. Prototype
5-6. Tempest
5-6. Heat
7-8. Filthy
7-8. Outlaw
9. Superior
10. Faith
Dedication vs Attitude, ekkert óeðlilegt að það hafi verið þau 2 í úrslitum, dedi sem WB liðið og Attitude eftir að hafa lagt reload 11-7, nokkuð öruggt kepptu á móti þeim en mættu þar ofjörlum sínum. Reload sló liðið sem var “favorite” fyrir 3ja sætið, prototype 2x út í sama mappi, með sömu lokaniðurstöður í bæði skiptin 11-9 og gaman hefði verið að sjá þessi lið mætast í einhverju öðru mappi, en greinilegt að þrátt fyrir að proto séu feiknarsterkir þá geta menn ekki farið að missa sig og sagt að reload standi þeim langt að baki. Einnig vil ég bara skjóta að sem persónulegt komment “filthy over reload any day”…held að ég hafi alveg sannað mitt mál að ég var ekkert að fara með fleipur í gerð listans míns í byrjun, nema að nú er komið nýtt lið í 2nd place og það er attitude en ég stend fast á því að reload sé 4th besta liðið atm á eftir dedi, attitude og prototype.
Þá má einnig geta liðsins sem kom einna mest á óvart, allaveganna í riðlakeppninni, en það var feiknarsterka lið outlaw sem gerði góða hluti í riðlinum og náði jafntefli við reload og endaði í 2 sæti á hagstæðari úrslitum, vel gert! Ferð þeirra varð þó endasleppt þegar þeir mættu ofjörlum sínum í tempest og töpuðu svo öðrum leik og duttu út, en góð framistaða í riðlinum. Þá má geta hins liðsins sem kom verulega á óvart, en það eru fyrr nefndir tempest, ótrúlega gott lið þarna á ferð og má segja að þetta lið geti strítt hverjum sem er.
Þá ætla ég að “updaite-a” listann minn yfir bestu liðin örlítið:
1. Dedication
2. Attitude
3. Prototype
4. Reload
5. Tempest (erfitt að gera upp á milli þeirra og heat en verð að gefa temp vinningin, þar sem þeir virðast vera jafnari eftir möppum)
6. Heat (mjög góðir og eftir að hafa fengið proto/laukz í lið við sig eiga þeir og tempest eftir að há harða baráttu um þetta 5th place
7. Filthy
8. superior (tel þá sterkari en outlaw)
9. Outlaw
GG´s allir og ég hlakka til næsta móts! Vonandi verða þá attitude búnir að saxa eikka á dedi en enn sem komið er er dedication lang besta lið landsins, sýna það bara með steady performance á móti öllum liðum, rústa alltaf meðan að attitude er enn að gefa liðum eins og t.d reload 7 round, en ef þeir ætla að komast í dedi klassan verða þeir að vera að klára næstum alla leiki með rústi.
Þakka smuffy og haukz fyrir að halda þetta góða mót, endilega haldið annað!
Bætt við 31. desember 2007 - 17:16
gleymdi náttla að mínir menn komu mjög á óvart, stefnan var sett á 4th place að mínu mati, sérstaklega eftir riðlana, ég var í símanum við fannar á fullu og má segja að ég hafi verið “létt” sáttur og surpriced þegar hann hringdi í mig eftir proto leikinn og sagði “ohh, þetta fór 11-9” og ég bara “ohj, luckuðu þeir?” Fannar: “tjahh…jaa…NEEEEI 11-9 FYRIR OKKUR” en annars já þá tel ég mitt lið hafa komið á óvart í 3rd place-aranum :)