Sælir.

Heyrðu þetta vandamál er kannski frekar flókið og ætti kannski heima annarsstaðar, en ætla láta reyna á hversu klárir þið eruð.
Ég er að nota Windows Vista á Acer Aspire5680
Svona er vélin:

Processor: Intel(R) Core(TM)2 CPU T5600 @ 1.83 GHz
Skjákort: Nvidia Geforce Go 7600
RAM: 2GB

Meira á ekki endilega þurfa vita, en allavega að þegar ég er byrjaður að keyra leiki (hvaða leik sem er, sem er þungur) þá byrjar vélin að droppa FPS niður í svona 10-15 og viftan fer alveg á milljón, síðan hraðar viftan á sér eftir svona 1 mín og þá dettur FPS aftur í venjulegt sem er um 90 í CoD4 t.d. Því lengur sem ég spila því oftar gerist þetta og þegar ég er búinn að spila í svona 1 tíma straight er FPS-ið bara orðið fast í 10-15 og viftan ávalt að keyra.

Ég giska nú eins og flestir að þetta hafi auðvita e-ð að gera með viftuna og hita á viftunni og þegar tölvan hitnar meira þá þurfi hún að kæla meira sem dregur niður performancið. Þetta er samt ekki eðlilegt right?

Ef það er einhvern sem kannast við svipað eða eins vandamál og veit hvað er hægt að gera endilega svarið og reynið að hjálpa :)

Það sem ég hef gert til þess að laga þetta er:
*update-að alla drivera
*Update-að BIOS (þó ég hafi ekki græna hvað það geri)
*Breytt Vista þannig að hun hugsi bara um Performance en ekki quality.

Þegar ég keyri t.d. CoD4 fer CPU usage alveg í 100%. Er það eðlilegt or?

Allavega endilega hjálpið því þetta er að fara nett í mig :)
You shouldn't take life to seriously. You'll never get out alive.