Jæja… Ég hef verið að pæla í fartölvu núna í langan tíma og hef bara ekki getað ákveðið mig. Málið er að ég þarf tölvu fyrir skólan sem á að vera innan við 3kg. Hún þarf einnig að geta höndlað the shit. Mér var búið að detta í hug Dell inspiron 1520 vélarnar en sökum þess að það er löng bið eftir þeim þar sem kaupin verða gerð þá verður ekkert úr þeim.
Svo ég þarf smá aðstoð. Þetta má ekki vera Dell tölva og þarf að vera fartölva (auðvitað) með pínu fíneríi í sér. Einnig þarf hún að vera innan við 3 kg og kosta í kringum 130.000 en 10.000 krónur til og frá bögga mig lítið.
Svo kæru cod félagar… viljiði vera svo vænir að benda mér á eitthvað sniðugt.
kv Heiða