Ég ákvað að skrifa smá lista um all time high clön í call of duty 2, clön sem sumir hafa gleymt en þó eru sum þeirra “legends” og líka óbeint fjallar þetta smá um þróun cod2 frá byrjun. ALLT ER ÞETTA AÐ MÍNU MATI

1. Dedication

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að all-time high lið nr 1 sé dedication, búnir að vera bestir frá byrjun en þó ekki alltaf með jafn miklum mun og núna er raunin. Þeir hafa einnig haft 3 playera sem hafa á mismunandi tímum verið bestu spilararnir, j1h, typpafónn og fanatic, þeir voru allir á toppnum einhvern af þeim tíma sem leikurinn hefur verið spilaður að mínu mati. Linuppið hefur talsvert breyst í gegnum tíman, upprunalega liðið var að mér mynnir chiii, myztic, fanatic, j1h, typpafónn og ???
síðan hafa 2 af þessum hætt, fanatic og chii en chii kom til baka.
Smuffy(í dedi), drezi(í dedi), dev1l(hættur), weazel(reload), laukurinn(reload), rocco(ecco) og eflaust fleiri komið í dedi eftirá.


2. mta

Eina liðið sem að mínu mati hefur á einhverjum tímapunkti verið betra en dedication, þeir eiga að mig mynnir stærsta sigur gegn dedication sem íslenskt lið hefur náð eða 28-12 ef ég man rétt. Þá var reyndar dedi að stíga uppúr inactiveness og eftir stuttan tíma voru þeir back on their game og stuttu eftir það hætti mta sem er ekki cool því þeir höfðu potencial vs dedi, sérstaklega með delx, dedi trainaðan frá byrjun :/

3. uom

Stórveldið hans hrafns, höfðu skillzið sem drap en ekki metnaðinn til að fylgja því eftir, eða það er sagan. Voru alltaf næst bestir á eftir dedi en maður man nú samt þegar samfélagið flaut með þeirri sögu að uom hefði unnið dedi 4 leiki í röð og nú væri uom að taka “the lead” en það var nú að mínu mati aldrei, bara 4 lélegir leikir hjá dedi en þeir voru samt sem áður betri. Úr þessu powerhousei hafa menn eins og weazel, smuffy og corvus komið auk fleiri frægra nafna, sem flest voru þó þekktari í cod 1.

4. DualitY/setpoint:

Settu mikinn tíma í stratt heyrðist manni, þarna voru fræg nöfn eins og hemmi, blmberg
og all-star sem settu svip sinn á liðið en sérstaklega blmberg var talinn mjög góður og af
mörgum besti maðurinn utan dedication á tímabili, svona svipað eins og ég tel dvs vera í
dag. Þeir höfðu eitthvað tak á uoM sem ég get ekki skýrt en skitu svo vanalega á sig
vs dedi, þannig að í online mótum töpuðu uoM kanski réttsvo fyrir dedi, töpuðu svo aftur
fyrir setpoint sem svo skeit á sig í úrslitaleiknum, en uoM átti mun meira í dedi í sínum leikjum
heldur en setpoint. Engu að síður frábært lið.

5. ecco:

Ecco hefur stofnast nokkrum sinnum í gegnum cod 2 oftast þó sem flepperí en núna nýlega
sem “stórveldi” in making. Þeir hafa dvs sem imo er besti player utan dedi linupsins en
einnig hafa þeir menn eins og rocco, noxa, trogdor, bigga_ og fleiri. Þeirra hlutverk virðist hinsvegar vera svona “eilífðar” næst besta clan, þeir setja ekki sömu pressu á dedi eins
og mta, uom og þau lið gerðu. Engu að síðum mjög skillad lið sem stendur sig með príði.

Þetta var fyrri fimm en korkurinn er orðinn nógu langur svo að ég skelli í annan með seinni
fimm, nenni ekki meiru núna.

Thx og btw bara mín skoðun og sumt af því byggist á því sem maður heyrði og upplifði
á þessum tíma.