Ég er svosum ekki mikið inni í COD samfélaginu, en ég hef spilað aðra keppnisleiki.
Þótt að einhver ákveðin regla sé í gildi þá má seint gleyma nokkru sem við köllum almenn kurteisi, og þótt að þú hafir rétt til að reka alla hina sem voru þarna nú þegar, og eru að skemmta sér og eru í miðjum leik, þá þykir mér fáránlegt að þeir séu í órétti gagnvart öðrum sem hafa ekki byrjað leikinn sinn aðeins útaf þeir eru 2 fleiri.
Ef að við tökum viðmið frá hinu raunvörulega lífi, þar sem að þú ert á fótboltavelli með 7 öðrum vinum þínum, en það koma 10 aðrir gaurar, 2 árum eldri og reyna að taka völlinn af ykkur.
Er það ekki fremur yfirgangssamt og ósanngjarnt?
Allavegana þegar ég var í grunnskóla þá mátti þetta ekki og þótti mjög ókurteist.
Hið sama ætti að gilda um pláss á leikjaþjónum, og ætla ég allavegana að styðja að COD samfélagið sýni öðrum spilurum smá tillitssemi, því ég hef séð leikjasamfélög deyja - ekki vegna þess að leikurinn var lélegur, heldur vegna þess að allir í samfélaginu voru ruddalegir við aðra, og það nennti enginn að spila nema þeir ruddalegustu og sem höfðu mestu völdin. Hinir hættu einfaldlega.