Ég hef ákveðið að skrifa grein um Cod samfélagið, styrkleikaröðun og svo leikmenn. Ég ætla ekki að tala um öll liðin því það eru svo mörg ný lið að byrja og hætta og sameinast þannig að ég ákvað að skella upp top 10 á íslandi, að sjálfsögðu er þetta bara mitt mat og menn mega og eiga að vera óssamála um svona lagað. Prósentan fyrir aftan nafnið sýnir styrkleikastuðul að mínu mati.
Nr 1:
DEDICATION (100%): Já eins og á listum flestra þá er ég með Dedication á toppnum, þetta lið er stútfullt af hörkuplayerum, meðal annars er þarna playerinn sem er að mínu mati besti player á landinu, j1h, hann hefur lengi verið talinn það og ég ætla ekkert að draga það í efa, þegar maður á annað borð spilar á móti honum þá er það nærri undantekningarlaust sem að hann púllar ótrúleg kill, er hreint út sagt frábær player.
Aðrir sem vert er að taka eftir er í raun bara allir hinir í liðinu, Smuffy er mjög góður player, var að mínu mati besti playerinn fyrir utan Dedication áður en hann flutti sig frá uoM til Dedication, það var í raun vendipunktur í samfélaginu, þá hélt ég að það væri orðið útum þá von að eitthvað lið næði dedication að styrkleika. Þó fanst mér Dedication verða fyrir smá hnjaski þegar að þeir misstu Rocco til Method, en í svona þéttu lineuppi kemur maður í manns stað.
Nr 2:
Ecco(97%): Einnig eins og á listum flestra er eCCo í öðru sæti, þetta lið er world class, þeir sýndu það best með stórleik á móti IRL (inrectum love) sem er geysisterkt lið sem er meðal annars að spila í Eurocup, leikurinn tapaðist 11-9 eftir mikið drama í síðasta roundi þar sem staðan var 10-9 fyrir IRL, ecco búnir að taka út 3 í IRL og því voru 5 ecco menn móti 2 IRL en þessir 2 náðu þeim öllum 5 út, gífurlega svekkjandi. En eins og ég segi, þetta lið er að narta í hælana á dedication.
Einn af styrkleikum þessa liðs er sá að þeir eru með þétt og gott lið, þó finst mér 2 leikmenn standa úr hópnum, dvs og Drezi. Dvs er að mínu mati besti sniper landsins, þó heyrir maður að DedicationReynir eigi að vera bístna góður líka þá hef ég bara minna séð hann heldur en Dvs. Það er ótrúlegt hvað maðurinn púllar með sniper, hann getur ef hann fær færi á því gjörsamlega verið 1 man army og unnið nokkur round í hverju scrimmi by him self. Síðan er það Drezi, feiknargóður leikmaður sem flestir telja að núna sé besti leikmaðurinn utan Dedication line-upsins ásam MethodRocco, hann púllar eins og óður maður og er mjög mikilvægur fyrir eCCo.
Nr 3:
Team-Method(90%): Þetta eru menn eflaust ekki á eitt sáttir með en hjá mér er Team-Method 3ja besta lið landsins, með menn eins og Mínus, War og Rocco. Þetta lið hefur talentið en þeir eru aðeins of nýjir til þess að vera að sýna sitt rétta andlit, þeir þurfa aðeins að stilla saman strengi sína og stratta til þess að sýna hvað í þeim býr, en ef þeir gera það þá ættu þeir að eiga þetta 3ja sæti fullkomlega skilið.
Besti leikmaður er án vafa Rocco, skjálftameistari með shock, fór síðan í uoM, þaðan í Dedication þar sem hann hefur trónað á toppnum með þeim lengi, stofnaði síðan ásamt Snatch, Amazon og War Team method.
Þótt að hann sé bestur má ekki gleyma War og Minus, báðir eru þeir leikmenn sem eru í hæsta gæðaklassa. Topplið hér á ferð. Það má þó benda á að ég er í þessu liði en ég er að reyna að halda þessu óhlutdrægu.
Nr 4:
Adios(88%): Stjörnuhlaðið lineupp Adios er ekki mjög árennanlegt. Lineuppið er mjög gott, mjög þéttur hópur og kanski ekki hægt að segja að einhver 1 standi uppúr, þeir eru allir góðir. Þó að einstakaleikmenn séu kendir við spawn þá er það nú meira gömul tugga en sannleikur, eða allaveganna er það ekki að aftra þeim því þeir hafa nóg af gunskillz og svo eru þeir með eina helstu stjörnu cod 1, ljungberg í lineuppinu.
Helstu leikmenn myndi ég segja að séu Ljungberg, Slayer og Trixer, þessir 3 geta meira en flestir og ef þeir eiga góðan dag er allt hægt.
Nr 5:
Serenity(82%): Þetta er óútreiknanlegasta liðið að mínu mati, þeir geta spilað eins og 3ja besta liðið eða eins og það 7 besta, fer allt eftir leik lykilmanna.
Þeir hafa Templer og ými, að mínu mati 2 bestu leikmenn liðsins og ef þeir 2 eiga góðan dag þá eru þeir að spila eins og bestu playerar landsins, fáir eru jafn hittnir og Templer með mp44. En það má ekki bara einblína á þessa 2, því þeir hafa af nógu að taka ef þeir 2 eru ekki að spila vel, næstir koma nefnilega freðinn, sem allir ættu að vera sammála um að sé toppspilari og addi Q bein, sem er einn skemmtilegasti og besti teamplayer sem ég hef spilað með.
Topp lið hér á ferð sem getur unnið alla ef dagsformið er í lagi.
Nr 6:
Team-Hagaskóli(75%): Þetta er sterkt lið, en samt ekki, þeir eru með mjög sterkt lineup en á sama tíma mjög brothætt, Vafflan og Maestro eru báðir topp 20 spilarar á landinu, ef ekki top 15, þeir eru gífurlega sterkir og púlla mjög mikið, en þar liggur vandi Hagaskóla, þeir hafa engin önnur “stór” nöfn, Sherlock er næsta nafn þeirra en hann hefur aldrei spilað í topp liði, þó hafa þeir Magga frómas, sem er skemmtilegur og litríkur player. Ef Vafflan og Maestro lifa af byrjun rounds, þá er þetta sterkt lið, þeir hífa upp liðið og aðrir byrja að spila betur, en ef þeim er náð út með grensu eða snip, þá er liðið sem eftir er mjög brothætt.
Nr 7:
Limit(73%): Áhugavert lineupp þarna á ferð, komu mjög á óvart í síðasta onedaycup, fram að því hafði enginn gefið þeim gaum en eftir það þekktu allir nafnið, þeir komu geysilega á óvart og unnu sterkustu lið, komust uppúr riðlinum sínum. Þetta lið byggir mikið á ex Toxic memberum en líka öðrum leikmönnum, toppleikmaðurinn er án vafa Nemezis hann er klassa ofar en flestir hinir. Næstir koma Stulli og ingvar xlr8, síðan nefna sumir freyza sem ég þekki bara ekki nógu vel til. Þetta lið er komið til að vera!
Nr 8:
Adore(70%): Ég varð fyrir örlitlum vonbrigðum með þetta lið, hélt þeir væru betri og hefði án vafa rate-að þá í svipaðan klassa og Team Hagaskóla en þrátt fyrir stór nöfn í lineuppi hef ég aldrei séð þá gera neina stóra hluti, kanski vantar bara að stratta smá og þá komast þeir í top 5. Lykilleikmaður er að ég held Sodomy, sem leiðir þennar rozter áfram. Liðið er með vannýtta hæfileika sem þeir þurfa bara að virkja og þá mega menn passa sig á þeim!
Nr 9:
dVar (65%): Þetta er mest sett saman úr x kingpin memberum, 1 úr limit og svo nýjir spilarar sem hafa þó sannað sig sem fína spilara. Lykilleikmenn þarna eru Eyjó og Abattage, þeir eru mjög sterkir og geta vel púllað like crazy, þetta lið er mjög óstabílt, svona svipað og serenity, fer algjörlega eftir leik lykilmanna hvernig þeir spila. Ekki má þó gleyma Styler sem spilar með þeim, nýr í Cod en getur vel púllað, hann er bara mjög mjög misjafn.
Nr 10:
RIP: Áhugavert lið, ég þekki mjög lítið til þeirra en ég veit að massacre spilar með þeim, ég þekki ekki mikið fleiri í þessu liði enda er mikið um nickchance, en þó veit ég að þeir hafa verið að vinna nokkur svona neðriliða battle, sannað sig þar, þetta lið minnir mig mikið á limit, allir héldu að þetta væru bara núbbar, en nú er bara að sjá hvað þeir gera í one day cup, hvort þeir púlli Limit á þetta og komi öllum á óvart…Hver veit?
Þetta var “stutt” samantekt mín á top 10 liðunum, menn mega vera sammála og ósammála eins og þeir vilja, þetta bara mín skoðun.