Mig langaði að skella inn stuttum kork um spá fyrir open cup og aðeins um liðin sem taka þátt.
Liðin
Adios: Fornfrægt lið, góðir leikmenn í hverri stöðu, án vafa eitt af þessum topp 5 liðum á íslandi.
Lykilmenn: Corvus, Trixer, Kobbi og Ljungberg eru að mínu mati lykilmenn og þar af Corvus bestur. Ef þessir menn ná allir toppleik eiga þeir eftir að ganga frá flestum liðum.
Andstæðingurinn: Þeir fá dVar í fyrsta leik, með fullri virðingu fyrir dVar þá ætti þetta að vera fairly easy fyrir þá, mín spá er 11-5 fyrir Adios
dVar: Fínir strákar þarna í liðinu, ex kingpin strákar, sem og nýjir spilarar og að sjálfsögðu Eyjó úr Limit. Þeir eru að spila fínt og geta alveg með 100% TOPPLEIK allra leikmanna og smá vanmati hjá Adios unnið leikinn, en mér finst það MJÖG ólíklegt að það gerist.
Lykilmenn: Abattage og Ch!mera, báðir geta þeir fraggað.
Andstæðingurinn: Adios, mun verða MJÖG erfiður leikur, 98% líkur á sigri adios, en eins og maður segir, það er aldrei að vita ef allir eiga toppleik
Hagaskóli: Hagaskóli er feikisterkt lið, lykilmenn eru án vafa Vafflan og Maestro, báðir alveg rosalega góðir, þeir draga áfram áhugaverðan rozter sem er settur saman úr núverandi og líka fyrrverandi nemendum Hagaskóla (tíhí ég er ex svoleiðis næs plx) rozterinn að öðru leiti en maestro er ekkert svo þekktur fyrir utan þessa 2 en samt er hann maggi frómas náttúrulega í teyminu að ég held sem gerir þetta lið 2x betra en það var fyrir.
Lykilmenn:: Vafflan og Maestro, heavy fraggarar og góðir spilarar
Andstæðingurinn: Team-Method, það fer alveg eftir uppstillingunni hjá hvoru liði hvernig sá leikur fer en ég held að Team-Method sé aðeins sterkara og muni taka þann leik, þó er þetta nokkuð tvísínn leikur.
Spáin: 8-11 fyrir Method, Hagaskóli gerir sitt besta og stríðir Team-Method vel, getur farið hvoru megin sem er
Team-Method: Nýtt lið, sett saman úr 2 fyrrverandi Dedication memberum, 3 Charge leikmönnum, 1 Tonic leikmanni og einum öðrum. Það segir sig sjálft að lið með 3 fyrrverandi dedication leikmenn getur gert góða hluti.
Lykilmenn: Rocco er bestur í þessu liði, en ekki má gleyma minus (-), War og Weazel sem er þó inactive.
Andstæðingurinn: Team-Hagaskóli, þetta er öflugur andstæðingur en undir eðlilegum kringumstæðum eiga þeir að hafa þá.
Dedication: Besta liðið á landinu, í raun bara Ecco sem getur gert eitthvað gegn þeim í flestum möppum, geysilega sterkir.
Lykilmenn: j1h er bestur, en það í raun breytir engu, ef einn spilar illa bæta hinir það 100%
Andstæðingurinn: Geysisterkt lið Serenity, góðir leikmenn í öllum stöðum, Templer, Ymz, Fredinn allir alveg hörkuplayerar, en því miður mætir þetta góða lið bara ofjörlum sínum, dedication vinnur 11-3.
Serenity: Hörkugott lið, að mínu mati eitt af topp 5 liðunum, en þeir fengu martraðardráttinn, dedication, þeir munu spila eins vel og þeir geta en jafnvel með toppleik þá ná þeir aldrei yfir 9 round, dedication er bara með of gott lið. Mér finst ég þó heldur svartsýnn að þeir nái ekki meira en 3 roundum, alveg jafn líklegt að þeir nái upp að 6 roundum.
Lykilmenn: Templer og ýmir eru að mínu mati topp 15 leikmenn á landinu, Freðinn er einnig hörkugóður, en stærsti möguleiki Serenity liggur í því að Templer og ýmir finni sig allsvaðalega vel, þeir séu vel strattaðir og nái upp góðri stemningu í liðið, ef dedication ætti ekki góðan dag þá gæti það verið nóg til þess að púlla ansi mörg round.
Ecco:Eina liðið sem getur sigrað Dedi, það má vart sjá á milli þessarra liða, góðir leikmenn í öllum stöðum, allir leikmenn liðsins eru top 20 leikmenn á landinu, flestir þó í top 10.
Lykilmenn Dvs og Drezi, Drezi er alveg rosalega góður player, flestir telja hann top 5 leikmann en að mínu mati er Dvs lykilmaðurinn nr 1, hann getur hreinlega verið 1 man army ef hann fær sniper og rétt map.
Andstæðingurinn Rip, það mun ekki vera vandamál fyrri ecco að vinna þetta, líklegast 11-0 eða 11-1 fyrir Ecco.
RIP: Þekki lineuppið þeirra lítið, nema að massacre er í þessu liði, þeir geta reynt að sína fína takta, upprennandi stórlið hér á ferð.
Þróun mótsins
Winners brackets
Báðir leikir ættu að vera HÖRKU-spennandi:
Adios og method mætast í 4 liða úrslitum í Winers brack, mín spá er að Method vinni þann leik, enda hef ég fulla trú á mínum mönnum. 11-9 eða 11-8 segi ég.
Dedication og Ecco mætast í stórleik 4 liða úrslitanna, ég spái því að vegna þess hvaða map er, þá vinni Dedication 11-8 eða 11-9.
Úrslitaleikur WB:
Dedication sigrar Method, 11-4 er mín spá, að sjálfsögðu fyrir dedi.
Loosers brackets
1st round:
Hagaskóli vinnur dVar, ef dvar eru strattaðir geta þeir alveg strítt Hagaskóla, 11-7 er mín spá.
Serenity vinnur RIP, 11-1 eða 11-2 er mín spá.
2nd round
Adios vinnur Team-Hagskóla 11-9, corvus, trixer, kobbi og Ljungberg eiga hörkuleik.
Ecco vinnur Serenity 11-7, einfaldlega of sterkt lið til að Serenity skelli þeim, þess má þó geta að Serenity hefði komist lengra í þessarri keppni hefðu þeir ekki fengið svona “hell” drátt, dedi og ecco.
3rd round
Ecco skellir Adios, 11-7, of stór biti fyrir Adios.
Úrslit LB
Ekki beint óheppilegt map fyrir Method, þó held ég að ecco sé aðeins of stór biti, 11-9 fyrir Ecco
Úrslitaleikur mótsins
Ecco mun leggja allt í þennan leik, þeir koma úr LB, þeir munu gera sitt besta en þeir koma úr LB, Dedication mun vinna þennan leik nokkuð örugglega í 1 map.
Endilega fleiri koma með sýnar spár og skoðanir!
Bætt við 4. apríl 2007 - 19:31
SHIIIIIIIIIT, skrifaði óvart open cup, þetta er að sjálfsögðu oneday cup :P :P :P