Þegar ég var fimm, í leikskóla, átti ég oftast að mæta klukkan 12.3o eða 13.oo á daginn. Þannig var að ég átti góða mömmu sem vakti mig oftar en ekki með bökunarlykt um 9 leytið svo ég hafði um 3-4 klst til stefnu. Þessi tími frá því ég vaknaði og þangað til mér var fylgt niður í Hálsaborg var dýrmætur á hverjum degi og varð til þess að ég þekki í dag eitt mesta krútt veraldar!

Þennan sérstaka vormorgunn vaknaði ég með ákveðna tilfinningu í kollinum, ég lá og hugsaði ,,ahh! góðan dag kæra herbergisloft! í dag mun ég eignast nýjan vin!“ Ekki það að ég hafi verið vinasnauð, en ég vissi að þessi yrði sérstakur. Ég stóð fram úr rúminu frekar feit og úfin (þar sem ég var feit á þeim tíma~ ekki hafa það eftir mér), gekk fram til mömmu sem var með morgunmat handa mér og tilkynnti mér það að við myndum borða bláberjasúpu í hádeginu áður en ég færi í skólann, ég sagði ,,jájájá!” …og var ofsa kát, enda 5 ára.

Ég spurði mömmu hvort ég mætti fara út á ,,maló“ sem var einmitt róluvöllur rétt hjá Engjaselinu. Mamma samþykkti auðvitað og við fundum til útiföt, sem oftast voru ekki mjög fansí á þeim tíma, 1991. Oft mjög litrík og leiðinleg. Ég fór í snjógallann minn sem var blár (samt án þess að vera KrafT, 66°N eða MaX), kuldaskó, vettlinga og smellti síðan á mig þessari líka glæsilegu rauðu loðhúfu með smellu undir hökunni sem átti eftir að heilla nýja vininn minn upp úr skónum seinna meir þann dag.

Þessi húfa var svo góð~ef ég gæti þá myndi ég svo sannarlega vilja eiga hana í dag og jafnvel hengja hana upp á vegg.

Ég kvaddi mömmu og labbaði út á róló. Á þessum tíma var manni alveg sama hvaða krakkar það voru, maður lék við alla, (sem mér finnst ógeðslega fyndið btw) bara ef þeir voru börn eins og maður sjálfur, þá átti maður strax eitthvað sameiginlegt, körfuboltamyndir, barbídúkkur eða jafnvel bíla. Svo var það eitt sem allir litlu krakkarnir í Breiðholtinu áttu sameiginlegt-gífurleg hræðsla við eldri krakkana úr Seljaskóla sem eltu okkur og stríddu við hvert tækifæri. Sem betur fer áttum ég og nýji vinurinn það sameiginlegt að eiga eldra systkini í seljaskóla fyrir klögunarmaskínu.

Þegar ég kom út á róló voru einhverjir krakkar þar. Ég sat og chillaði uppá hólnum, það var massíft gott veður og ég vissi að það var eitthvað við þennan dag.

Stuttu seinna kemur til mín stelpa, rosa mjó og með einkennandi spiderlegs. (hahaha) Akkúrat andstæðan við mig. Ég hefði léttilega tekið hana í bekk. Hún kom til mín og við fórum að spjalla:

,,hæ”

,,hæj“

,,hvað heitiRu?”

,,Hulda, hvað heitiR þú?“

,,Linda.”

,,Hvar áttu heima?“

,,í Fífuseli þrjátíuogsex, en þú?”

,,Engjaseli áttatíuogsjö“

~Þögn~

,,mamma sagði að það væri bláberjasúpa í matinn í hádeginu, viltu borða hjá mér?”

,,já takk, ég þarf að spyrja mömmu hvort ég má“

,,ókei,en ég má ekki fara lengra út en maló”

,, ég skal hlaupa heim og spUrja, vilt þú bíða hér?“

(á þessu stigi átti það einmitt til að verða þannig að krakkarnir biðu eftir þeim sem fór heim að biðja um leyfi en engin kom til baka sökum þess að foreldrar sögðu nei eða þannig að sá sem beið stakk af því hann hélt að eftir 5 mínútur væri kl orðin of margt og ætti að vera löngu komin heim.)

,,já ég skal bíða hér”

(þar sem ég vissi að þetta var krútt þá stakk ég ekki af heim til mömmu sem var aðal úrræðið mitt á þessum tíma og reyndar í mörg ár í viðbót eftirá)

,,HæJ ég er komin aftur. Mamma sagði já að ég mætti Þa.“

~LaBBi LaBBi LaBB~

,,Hæ mamma! má Linda vinkona mín borða með okkur bláberjasúpu?”

(takið eftir því að innan hálftíma kynna var fólk skilgreint sem vinkona/vinur hehehehe- en mamma sagði já og Linda borðaði með okkur)

Samræðurnar við borðið hafa að öllum líkindum verið um börn á leikskólanum sem stríddu öðrum börnum, hamstra, páfagauka, frásagnir af prakkarastrikum með Tinnu dönsku (Lindu vinkonu í Fífuseli 36) og Söndru minni (í Engjaseli 87).

Mikill einfaldleiki einkenndi þennan dag.

Eftir þessa máltíð hittumst við Linda ekki í marga mánuði.

Haustið eftir var svo tími til komin að byrja í grunnskóla.

Ég gekk inn í stofuna sem ég átti að vera í. Mamma fylgdi mér upp að dyrum og ég held ég hafi sagt bless við hana svona 8 sinnum (ásamt kökki í hálsi).

1.LK hét bekkurinn og viti menn! ég sá nýju bláberjavinkonu mína síðan um vorið í minni stofu! Þarna var hún krúttið og við vorum saman í bekk í 4 ár í seljaskóla.

Skyndilega eitt sumarið 1996 ákvað Lindu fjölskylda að flytja neðar í Seljahverfið og hmm á sama tíma mín fjölskylda líka!

Við hittumst við aftur í 5.EH í Ölduselsskóla og þaðan komu allar bestu vinkonurnar! Þar fæddist þessi snilldarhópur sem átti marga suddalega góðar gullstundir saman og á enn! :):):):):)

Auðvitað var ekki hægt að skekkja munstrið eftir 10.bekk svo auðvitað fóru ,,spiderlegs“ og ,,feita” saman í MK 2002!

Svo það er eins gott að við förum saman í háskóla!!!!!

Linda þú ert mesta krútt í heimi" til hamingju með afmælið og LOOOVE ya my crazy spiderlegs!

-Kiss KisS!

Kv,Gamla FeitaboLLan (þessi með kinnarnar og ofursvölu húfuna!)

hehehehehehehehehehehehe


HEHEHEHEHEHEHEHEHE WEASEL Á SSSSSSS AMÆÆLIII OG ER FEITTTT ORÐINN 18 :D:D:D:D:D:D

TIL HAMINGJU SÆDASTUR <3<3<3<3< ;*;*;*;**** (btw hann er að ná garra)