Jæja góðir hálsar, þá er komið að hinum reglubundna kork frá mér (finst að hann ætti að verða að “tradition”) um Dedi Daycup.
Þessi Daycup var bara mjög vel heppnaður, gekk vel og ég vil byrja á að þakka dedi mönnum fyrir job well done og óska þeim til hamingju með sigurinn, á sama tíma segi ég good job uoM, þið verðið bara hungraðri næst:/
ÉG náttúrulega er í ToniC þannig að ég verð víst að segja þetta útfrá okkar sjónarmiðum.
Planið var að stefna á 3 place, það átti að vinna Serenity og við höfðum miklar áhyggjur af Templer. En við héldum að við gætum það nú og þá væri eftirleikurinn í Caen ekki alveg jafn erfiður gegn annaðhvort Heat eða Dynamite því allaveganna að mínu mati er Caen meira okkar mapp en Burgundy, þá myndum við fá dedi í Toujane skíttapa þar og enda í Carentan, okkar sterkasta mappi þar sem við höfum spilað best undanfarið gegn exellence eða uoM og bara gera okkar besta þar. :/
En nei nei, ég er greinilega ekki góður planari því þetta plan fór í fökk strax í byrjun, Serenity reccar Weasel og við skíttöpum, hann snæpar okkur í tætlur og allt fer í fökk.
Annars var þetta mjög gaman.
En lið sem komu á óvart voru nú augljóslega Serenity en þó hefði maður vitað að weazel yrði með þeim þá hefði maður vitað að þeir myndu standa sig helvíti vel, maður bjóst einnig við að uoM myndu eiga meira en 1 round gegn Dedi OG ég held að Exellence nagi sig í handabökin yfir því að vera ekki einu sæti ofar en þeir voru.
Dynamite held ég að hafi einnig átt að vera sterkari en raun bar vitni.
Maður mótsins, ég veit það ekki þar sem ég speccaði ekki allt mótið en ég held að War hafi dregið vagninn fyrir Heat, Trixer og Kobbi voru ekki slæmir hjá ToniC og mér sýndist á öllu að J1had þurfi nú samt að fá hér umfjöllun alveg eins og síðast, hann bara sannaði að mér sýndist gegn Serenity að hann plaffar hedd með hendur fyrir aftan bak, fætur á stýri og lak yfir hausnum…(hljómar svolítið eins og múslímskur dræver)
En já bara gott törnament og bara hafa annað sem fyrst;)
P.S Vil sérstaklega þakka Limit fyrir það að taka þátt í þessu, óheppnir þó með dráttinn:/
Bætt við 18. september 2006 - 00:35
Gj Hrafn og félagar í uoM, þið plöffuðuð hedd og þetta með hungrið kemur síðar;)