Íslenska landsliðið í Call of duty 2 fór nokkuð vel af stað eins og ég hafði vonað þrátt fyrir að Fanatic, oddur og J1han hefðu ákveðið að gefa ekki kost á sér og spila frekar með dedication. Svona gengur og gerist og liðið ætlaði að halda áfram og ég ætlaði bara að fá inn nýtt blóð í staðin fyrir þessa hæfileikaríku spilara.

En sumt er ekki hægt að hugsa með fyrir svona landslið en það er voða litið hægt að gera í því þegar leikmönnum líkar ekki hverjum við annan. Svo gerðist þetta atvik sem kiss talaði um á pickup rasinni sem að einhverjum hluta varð til þess að mta dróg sig ur landsliðinu að fullu.

Eftir stendur frekar þunnur hópur og frekar lítið af mönnum með jafn mikla hæfileika og þeir sem eru fyrir (tycoon kemst næst því), ég býst við að besta aðferðin væri einfaldlega að fylgja hugmyndum nokkura spilara um það að hafa stóran hóp og marga úr sem flestum liðum og fækka niður.

En þar sem markmiðið mitt var að skapa landslið sem var samkeppnishæft erlendis í Nationscup og tel ég mig ekki getað náð þeim markmiðum með þessu ástandi á leikmönnum. Því segi ég mig úr stöðunni og sný mér alfarið að Excellence gaming áður en nær dregur nationscup (hann er i kringum jólaprófin) svo að annar geti tekið við og búið til eins sterkt lið úr þeim leikmönnum sem hafa áhuga að taka þátt í þessu.

Ég vil þó þakka þeim úr mta, uom og dedi sem tóku þátt í þessu, og good luck til þess manns sem tekur við stöðunni

Bætt við 15. ágúst 2006 - 20:13
J1had* Typhoon*
Elvar