Já nú fer deildin að byrja… og það eru mörg lið á skrá.
Ég er búinn að sjóða nýja spá saman þar sem margt er búið að breytast á síðastliðnum vikum.
#1. Dedication. Þarna er lið sem er með bestu playerana og besta liðið.Liðið versnaði nú ekki þegar Sússi (Salamon) (Rocco) kom til liðs við þá. Key player að mínu mati er samt Bippi. Hann er alveg þrusu góður.
#2. ultimateownageMasters. Þetta er flott lið sem er með marga gamla refi. Þeir eru allir ofboðslega reynsluríkir og ég ætla leyfa mér að segja að oft eru þeir heppnir. Key Player er Corvus. Ég vil meina að Hrafn sé sá leikmaður sem mun koma mikið á óvart. En ekki má gleyma Arnari Weasel.
#3. Devotion. Ég spái okkur óhræddur 3 sætinu. Við erum með klassa lið. Trogdor og DvS eru ómissandi playerar með þvílíka reynslu. Við eigum eftir að koma á óvart. Key player er Trogdor. Það er gríðarlega mikilvægt að hann hitti í stórleikjunum.
#4. Duality. Það verður svaka barátta um 3 sætið en ég held að Duality lendi í því fjórða. Þeir eru með fullt af fínum mönnum með ágætis reynslu. Key player er Kristinn Schtam. Þetta er langbesti leikmaðurinn þeirra og ef einhver ætlar að stöðva Duality þá verður hann að stöðva Kristinn fyrst.
#5. Currahee. Þeir eru mjög vel strattaðir. Þeir eru ekki með klassa menn eða svakalega reynslubolta heldur bara góð plön. Þessi plön munu reynast dýrkeypt þeim. Key Player er Slayer. Það er mikil pressa á Kobba og hann verður að detta í stuð til að skáka liðum eins og Devotion og Duality
#6. BadAss. Þeir eru komnir með killera. Það eru Haffi Bombe og Finnur Einstein. Þeir eru nánast allt liðið, vil nú ekki gagnrýna hina, en án þeirra dettur liðið ansi langt niður. Kay player er Haffi Acrobat og hann verður bókstaflega að spila alla leiki þeirra.
#7. HgO eru með fínnt lið og marga reynslubolta. Bræðurnir verða góðir og Purki gamli á eftir að standa sig. Það er samt svoltið bil á milli 6 og 7 og ætli HgO verði ekki einir á báti þarna. Key player er Purki. Hann er besti leikmaðurinn þeirra og hann verður að vera “rólegur” í scrimmunum og allt mun ganga eftir.
#8. Toxic. Hérna koma þeir. Margir vilja meina að þetta lið fari hátt. Ég held að þeir muni valda vonbrigðum. Ég er ekkert að skjóta á neinn í þessu liði. Þeir eru með marga fína menn eins og Trixer, Killerade og DirectX. Key player er samt Trixer. Hann er langtum besti spilarinn og hann þarf að sýna takta.
#9. Dark og Team Rocket. Þetta er lið sem á eftir að koma á óvart og valda liðum eins og Toxic miklum erfiðleikum. Þetta voru tvö lala lið en verða að einu fínu liði. Key player er Ricthoven. Hann er einmitt með mikla reynslu og mikið mun mæða á þessum fína spilara.
#10. XTC Online. Þeir verða í basli með Toxic og Dark/teamRocket en ég held að þeir muni ei vinni þá. Þeir eru með ágætis menn eins og Rikka. Þeir verða að spila sínu bestu leiki til að ná þessu sæti. Key player er Rikki. Hann verður að hitta.
#11. The Sergeis. Þeir eru nýjir í þessum leik og munu hreppa 11 sætið nokkuð örugglega. Það er mjög langt upp í XTC og langt niður í Kingpin. Ég þekki liðið frekar ílla enn ég held að þeir geti komið á óvart ef þeir spila sínu bestu leiki. Key player er Matz. Hann er að ég held besti playerinn þeirrra.
#12. Ætli Kingpin verði ekki þarna. Þeir væru ofar á listanum ef þeir myndu vera með sitt upprunalega lið. Þeir eru frekar brothættir. Vonandi koma þeir samt óvart og gera einhverja hluti. Key player er Dickhead. Hann á það til að hitta og hann verður að sýna það í deildinni.
Það er skemmtilegt að sjá hversu mörg lið hafa skráð sig. Þetta verður hörð keppni alveg fram á síðasta leik. Það verður gaman að fylgjast með þessu. Ég bíð spenntur eftir maplista og leikjalista. Enn þetta er allt að koma. Síðast en ekki síst vil ég þakka Currahee/Toxic að vilja halda þessa keppni því mikið hefur mætt á þeim og mikið af kvörtunum hafa komið.