cod eftir tvö! Ég hef tekið þó nokkuð eftir því að margir segjast ættla að halda áfram í CoD 1 eftir að seinni leikurinn kemur út.
Persónulega held ég að það séu bara draumórar.
Ég var líka hund fúll yfir CoD 2 fyrst en þegar ég frétti að allir tankar hefðu verið fjarlægðir úr MP þá virkaði leikurinn bara allt í einu mun meira spennandi!
Með öðrum orðum, líkari CoD en UO.

Þegar BF2 kom, voru ótrúlega margir sem bölvuðu þessum nýjungum og sögðust ættla að halda lífi í 1942.
Til hamingju! Það eru enn uppi serverar í honum og sömuleiðis nóg af fólki á 1942 irc rásinni. Eina sem er að er að það segir enginn neitt á þeirri rás né sér maður sálu á serverum.

Það má vel vera að það verði haldin einhver blöst eða álíka (amk. vona ég það) í CoD 1 en hann verður ekkert jafn mikið spilaður, ekki nálægt. Því það sem gerir stærstu leikina svona stóra, eru auglýsingar og sölumennska. Sá leikur sem allir byrjendurnir sjá auglýstan í sjónvarpinu og álíka. (Afhverju ættli PS2 sé svona vinsæl?)

Þótt þeir sem hafa spilað CoD 1 lengst, eða þeir sem halda bara svona mikið upp á hann, fara í CoD2 þá eru þeir ekkert að svíka elsku dúlluna sína, bara að fylgja leiknum á nýjar slóðir.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að punga út c.a. 5 k og koma í CoD2.

Kveðja,
Hjalti.