Nú er 1. úrtakið, sem tók þó nokkrum breytingum eftir að liðið var tilkynnt hér á huga, búið að æfa nokkuð saman undanfarnar vikur og tími til kominn að breyta aðeins til og skera aðeins niður. Þetta var, eins og allir í hópnum vissu, eitthvað sem óhjákvæmilegt er, því stefnan er að á endanum verði ekki nema 8-9 manna hópur sem tekur þátt í nations cup.
Ég vil byrja á því að segja að allir sem voru í 1. úrtaki sýndu góða takta og eru prýðisspilarar, en einhverjir verða að fara og var valinn hópur sem ég tel vera heppilegastann til að halda áfram. Ég vil líka þakka öllum sem spiluðu með okkur fyrir góða leiki og vona að þetta verði ekki í síðasta skiptið sem við spilum saman.
Nýji hópurinn samanstendur af 11 manns úr 4 clönum ásamt clanleysu. Hópurinn verður eftirfarandi:

úr Adios:
Waldez
Typh00n
Konev
kallinn

úr eCCo:
Sigurjon

úr Ninjas:
Weasel
Bombebein
Corvus

úr Paranoid:
Danni

úr clanleysu:
Ljungberg
F4nAtiC^

Ef einhver sem er í þessu úrtaki hefur ekki áhuga á að taka þátt, endilega látið mig vita sem fyrst svo það sé mögulegt að finna staðgengil. Annars hlakka ég bara til þess að spila með þessum prýðispiltum og þakka fyrir mig.
- Waldez