Ég var að velta því fyrir mér hvort adminar á BT-net scrim servernum vildu ekki bara skella password á serverinn þannig að útlendingar séu ekki alltaf að ramba inn á serverinn þegar maður er að scrimma. Ég veit að það er hægt að vote-kicka mönnum, það er bara svo mikið bögg. Er ekki sniðugra að hafa þetta bara eins og á simnet þar sem það er eitthvað password sem allir þekkja og því verði ekkert breytt. Þá geta íslendingar notað hann að vild og útlendingar komast ekki inn.
Er fólk sammála eða…?