Verkfærin skipta ekki máli ef þú ekki kannt að nota þau :)
Það er eins með heimasíðugerð og aðra huglæga hluti að þó verkfærin séu flókin þá þurfa þau ekki að vera betri.
Eitthvað besta combo í heimasíðugerð væri notepad+hugvit en þannig býrð þú til hraðvirkar heimasíður sem virka.
Ef þig langar að búa til þessar velútlítandi síður þá mæli ég með dreamweaver og photoshop.
Lestu þér til um ‘slice’ í photoshop til að komast að því hvernig photoshop getur gagnast þér í vefsmíðum.
Eins og ég sagði áður þá eru það ekki verkfærin sem skapa vefsíðurnar. Það ert þú sjálfur og verkfærin koma kannski 10% við sögu.
Ef þú vilt af alvöru geta eitthvað í vefsmíðum þá skalt þú lesa þér til um html, css og php.
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.