Kannski ekki margir sem tóku eftir þeim merka áfanga núna um daginn (17. mars) þegar Call of Duty áhugamálið varð 1 árs gamalt.
Þó að þetta sé kannski aðeins og seint í rassinn gripið þá ætla ég að koma með nokkur vel valin “comment” aftur sem fólk kom með um og rétt yfir opnun áhugamálsins. Sum lýsa vantrú á meðan önnur eru… spes….
Utanað komandi aðilar efuðust og fordæmdu…
Krummz 4. apríl 2004
“Cod áhugamál, alveg ótrúlegt.
Get svo svarið það að það spila ”Medal of honor“ sem er einmitt klikkaður leikur fyrir þá sem GETA EITTHVAÐ Í HONUM mikið, mikið fleiri. Og þeir sem ætla að neita því eru asnalegir og vita ekkert um hvað þeir eru að tala. Call of duty er já einnig ágætis leikur en ég sjálfur gafst fljótt upp á honum enda það raunverulegur að það er næstum leiðinlegt (án gríns). Í medal of honor er mikið meira action, eða svona hæfilega mikið, það er a.m.k mjög erfitt að fá leið á honum.
Og mér þætti gaman að vita hvað er svona ”sucky“ við medal of honor, fyrir þá sem svöruðu:
Jahá, Mohaa suckar: 33%
..þori að veðja að þeir sem svöruðu svona hafa ekki prófað medal of honor eða hafa prófað hann svona 1/2/3 sinnum.”
————
…en þeir sem höfðu eitthvað vit í kollinum sáu að CoD var einfaldlega betri
maglar 19. mars 2004
“CoD, CoD og aftur CoD.
í byrjun voru gerðar gríðarlega væntingar til leiksins og var talið að þessi leikur myndi taka við af battlefield og mohaa en þó aðallega mohaa og var það svoleiðis fyrstu vikurnar en svo fór spilurum fækkandi og virtist sem að CoD heimurinn á Íslandi myndi deyja út.
Aðalástæðan fyrir þessu eru örugglega of miklar væntingar og svo eiga menn ekki að vera hugsa sem að þessi leikur sé önnur útgáfa af einhverjum öðrum leik heldur Nýr leikur sem vert er að prófa.
Mér fannst hann ekkert spez fyrst en svo þegar maður fór að læra á hreyfingarnar og borðin var þetta bara mjög skemmtilegt.
Leikurinn er mjög flottur í útliti og mun raunverulegari en margir aðrir leikir.
Hvernig væri að fara að spila aftur og fylla serverana og spila og hafa gaman af þessum frábæra leik!
Ég skora á ykkur að spila CoD!”
————
Bjartsýni strax á fyrstu dögum :P
birningur 18. mars 2004
“það yrði flott að bráðum færi eitthvert íslenskt klan á CPL í CoD”
————
Fyrsta greinin um scrim (fyrsta scrimmið var þó Turtles vs Easy, en það var fyrir minn tíma)
Xactive 9. apríl 2004
"Skrimm: *[TMNT]* vs. (HAD)
skrimmið átti sér stað Föstudaginn langa klukkan 20.00
TMNT tóku HAD í rassgat :)
fyrst var team deathmatch þeir leikir fóru: 100-56 og 100-58, báðir fyrir TMNT. search and destroy: 8-4 og eitthvað rúst, í bæði skiptin unnu TMNT menn
í TMNT liðinu voru: TheBraveCow, Xactive og PSYCHOPATHKILLER
í HAD voru: Asgeir, Danni og rifleman (held ég)
allavana þetta var ALGJÖRT RÚST fyrir TMNT!!!!!
TMNT sanna að þeir séu besta clan á íslandi í cod :)
tökum á móti öllum áskorunum
kveðja *[TMNT]*Xactive"
————
Dabbi var snöggur að laga sig að leiknum og þótti með hæfari aðilum til að byrja með, aftur á móti voru skipulögin á clönunum ekki í jafn góðu standi
Sp1r1t 11. apríl 2004
“Til hamingju með sigurinn. :D
En ég er nú ekkert besti gaurinn hérna. Ég held að þið séuð að ofmeta mig aðeins og mikið hérna.
Eftir því sem ég veit best er TheBraveCow bestur, hef oft séð hann standa sig mjög vel þegar ég er að spila.
Og svo langar mig til að sjá einhverja fleiri í Skanderbeg vera að spila. Hef aldrey rekist á neinn í klaninu mínu á server. :(”
————
Fyrsta landsliðsvalið, spiluðu ekki mikið en þetta gefur góða mynd af sterkasta liði Íslands á þessum tíma og merkilegt að allir nema þrír spili eitthvað af viti
izelord 12. júní 2004
“Hafa eftirfarandi menn verið valdir sem fyrsta úrtak í prufur fyrir landsliðið:
Adios izelord
Adios kallinn
Adios waldez
Blitz Konig
pG Haffer
Skanderbeg M4ttuz
Skanderbeg Corvus
Skanderbeg sp1r1t
Turtles Oddur
Turtles snitzel
Turtles baktus”
————
Mörg rifrildin sem hafa átt sér stað, voru þó sum hver áhugaverð vegna tilgangsleysis
killerade 26. júlí 2004
“Slæmur stimpill á AoD!
Ég er hingað kominn til að rífast yfir því hvernig Blitz menn hafa sagt frá Blitz vs. AoD! Ég veit að þetta á heima á korkunum þeirra en mér finnst gott að allir viti þetta og svo lesa þeir þennan kork hvort sem er…
Eins og glöggir hafa tekið eftir eru tveir póstar hérna neðar um scrimmið, báðir skrifaðir af Blitz mönnum! Málið er að Blitz unnu, satt að segja rústuðu okkur, en það breytir ekki þeirri staðreynd að lánsmaðurinn átti þetta fyrir þá! Einu plönin hjá ykkur fyrir þetta voru bara ”shoot to kill“ eins og þetta var upprunalega hjá okkur (enda fyrsta scrimmið okkar, en ekki það fyrsta hjá Blitz!!). Við vorum búnir að læra aðferðir þeirra og hvernig væri best að gera þetta eftir eitt borð og vorum eftir eitt borð búnir að ná nýjum aðferðum sem Blitz voru greinilega ekki ennþá búnir að ná eftir fjöl mörg scrimm og þar á meðal Skjálfta!
Málið er að með þessum ”yfirlýsingum" hérna að Blitz hafi rústað og án þess að það sé tekið skírt framm að Blitz voru ekkert sigurstranglegri án lánsmannsins, halda núna allir að Blitz sé eitthvað HUGE clan og AoD bara noobar!
Ég sætti mig við þetta en mér var nú boðið nóg þagar einhver [U.S.S.R] Obwi, eða eitthvað í þá áttina, spurði áðan á Simnet “er ekki aod eikkað nobba clan”
Pósturinn hér fyrir neðan sínir greinilega að U.S.S.R. sé ekkert þroskaðari (amk ekki þessi aðili í póstinum) og finns mér þetta mjög lélegt!
Ég vill reyna að spila aftur við Blitz án lánera þar sem við getum sannnað okkur almennilega. En ef við sigrum ekki bið ég Blitz menn um að sína þroska og greina frá öllum staðreyndum áður en er haldið fram að þeir hafi “rústað”!"
————
Ýmislegt var gert til að lokka leikmenn til liðanna, en þetta var einmitt á hinu svokallaða “Gorkúlutímabili” í CoD þar sem lið spruttu upp þvers og kruss og held ég að hátt í 6-7 lið hafi myndast á frekar stuttum tíma
maglar 24. október 2004
“Caution Trial æfing kl. 20:00
Þeir sem vilja joina Caution geta fengið að mæta á trial/æfingu í kvöld kl. 20.00
Spilað verður nokkur S&D möpp.
Þeir sem geta og vilja mæta geta haft samband við mig á msn maggi_lar@hotmail.com og fengið upplýsingar um server og password inn á ;)
Á æfingunni getið þið sannað ykkur fyrir okkur og hugsanlega fengið Trial ;)”
————
Fyrsti landsleikurinn, en hann endaði með sigri á Eistlandi
Sp1r1t 21. nóvember 2004
“Ísland…. Bezt í heimi!!!
Við unnum Eistland og erum því komnir í nation cups :D
Fyrst tókum við Neuville og það fór 11-9 fyrir okkur
Svo var tekið Railyard og Eistarnir tóku það 11-9.
Núna var framlenging í Dawnville og allir mjög þreyttir, enda tók þetta ca 2 og 1/2 klst til samans, en þetta endaði 11-5 fyrir okkur og þar með unnum við loksins. Ath þetta er talið þannig að maður fær 1 stig fyrir að vinna eitt map en ekki öll roundin talin.”
Lokastaðan var þá 2-1 fyrir Íslandi
Lineup:
[Skanderbeg]Spirit
[Skanderbeg]F4nAtiC
Turtles^Oddur
Turt les^Snitzel
Adios//Konev
————
Fyrsti korkurinn af mörgum frá Unnari, byrjaði í rólegum korkum…
Solid 19. desember 2004
“1.5 again.. :>
verða miklar breytingar ? :l
bara pæla :) og er ekki verið að vinna að cod 2 ??
heyrði það hjá kunningja um daginn,”
————
En það tók hann ekki langan tíma að byrja að nöldra, hér má einmitt sjá fyrsta nöldurkorkinn hans
Solid 26. desember 2004
“áskorun
jæja ég skora kallana sem sjá um serverana að fara að uppfæra, hérna þessir BTnet kallar eru komnir með einn 1.5 server og þeir eru töffarar, en er ekki að skilja afhverju uppfærslu er ekki lokið man?
þetta er bögg :( og fer í mínar fínustu taugar því ég gerði smá mistök í sambandi við patchinn sem ég sé eftir ;>”
————
og hvar stendur Ísland í dag?
todgi 7. apríl 2005
“Fyrsti leikur Íslendinga í Nations Cup
Fyrsti leikur okkar Íslendinga í Clanbase Nations Cup hefur verið ákveðinn. Við þurfum að spila qualifier á móti Eistlandi. Leikurinn fer fram á föstudeginum 15. apríl kl. 17:30 að íslenskum tíma.
Þess má til gamans geta að Íslendingar og Eistar hafa mæst einu sinni áður, og var það í qualifier í Nations Cup í fyrra, þar sem við höfðum naumlega sigur úr bítum í framlengdum leik.
Við reiknum fastlega með því að Eistarnir, rétt eins og við, hafi bætt sig töluvert frá síðasta tímabili og vonumst þess vegna til þess að þetta verði spennandi og skemmtilegur leikur.
Liðið sem kemur til með að mæta Eistunum (haha) hefur verið valið og verður eftirfarandi:
Waldez
Oddur
L0zt
Spirit
F4nAtiC^
Ég vil einnig nota tækifærið til þess að benda fólki á að nánari upplýsingar um landsliðið og gengi þess í keppninni má nálgast á irc-rásinni okkar: #team-iceland.cod á ircnet og quakenet.
Ísland, kannski ekki alveg bestir í heimi ennþá, en allavega betri en Eistland!!!!!”
————
Má eiginlega segja það að þetta hafi orðið allt of langt, en þetta er svona saga CoD áhugamálsins í rosalega, rosalega stuttu máli.
Gaman að sjá að það sé enn að stækka í stað þess að fara rýrnandi. Þakka öllum fyrir þennan frábæra tíma og megi hann verða a.m.k. örlítið lengri.
p.s; Endilega peisti skemmtilegum commentum hérna fyrir neðan ef þið hafið einhver. Algjör óþarfi að fá fleiri leiðinleg eins og sum hérna eru.