Ég fíla þennan leik í tætlur. Ég er að keyra 2 íslenska UO þjóna í dag en vandamálið sem ég finn fyrir með UO er hversu þungur hann er. Þú þarft helst sér vél undir heilan server ef þú ætlar að geta hýst hann með góðu móti. Hann er ágætur í gömlu CoD borðunum þar sem eru engir bílar né skriðdrekar og þar sem þau eru mun minni heldur en nýju borðin.
Þegar verið er að spila CoD:UO á 12 manna þjóni með engum bílum né skriðdrekum og í einhverju af gömlu CoD borðunum, þá er þjónninn að taka um 0,2% af cpu. Þegar skipt er um borð og farið í nýtt CoD:UO borð með skriðdrekum og bílum, þá tekur þjónninn 20-40% af cpu. Ég vona innilega að þessi patch lagi þetta vandamál, þá munu líka kannski fleiri nenna að spila því þá mun leikurinn líklegast hætta að “lagga” svona mikið.
Kv,
Turtles ^ Striki.