Viðburðarríkt ár hér á /cod og ég ákvað að kasta nokkrum hlutum inn sem hafa gerst á árinu:
zrzbznz/mygame hafa haldið áfram sigurgöngu sinni á online og offline mótum á árinu. Þeir hafa þó séð talsverðar lineup breytingar á þessu ári og einungis 3 eftir af upphaflegu meðlimunum, Jón “noxi” Amar, Birgir “_” Jens og Andrés “drezi” Sumzing. En á þessu ári hafa þeir meðal annars prufað Sævar “knudsen” Knútur, Ólaf “tzday” og fleiri kappa. En current lineup er: Drezi - Noxi - Drama - Krizzi - tech - biggi_ en það hefur þó heyrst að Biggi_ sé eitthvað inactive en ekki hættur.
Á árinu hefur verið háð hörð barátta oft á tíðum um second best lið landsins. Til að byrja með var það #nevermind sem var næst best og stundum með nokkrum yfirburðum. En þegar líða tók á árið komu Superior menn sterkir til baka og má segja að þessi lið hafi oft á tíðum háð harða baráttu en heilt yfir hafði #nevermind betur í þeirri baráttu. En síðan á lani komu Superior menn og stóðu sig með endemum vel og enduðu í 2. sæti eins og þeir vel áttu inni. #nevermind gaf svo upp laupana og Superior trónuðu nokkuð einir þarna í 2. sætinu. Rétt fyrir lan komu þó Hadouken og settu upp svipað lineup og #nevermind hafði haft og höfðu betur gegn Superior á laninu en voru flengdir af zrz bznz í úrslitaleik lansins.
Mörg lið hafa verið í baráttunni á eftir þessum en heilt yfir má nefna Fysgin sem hafa staðið sig mjög stable á árinu sem 3-5 besta lið landsins, sama má segja um iFREAKs/Æaters sem hafa einnig verið 3-5 besta lið landsins og jafnvel arguably næst besta lið landsins um tíma. Síðan þar á eftir má nefna IceAce sem hafa haldist saman lengi.
Allt í allt, gott cod ár :)
Hvað við getum séð á nýju ári?
Ég held að á nýju ári þá: Hetjur hætta og ný kynslóð top player-a tekur við, það er nú þegar byrjað að gerast. Fyrstu íslensku cod leikmennirnir fara á erlent lan (staðfest). Nýjir og efnilegir spilarar koma inn fyrir þá gömlu sem hætta. 1-2 ný möpp koma inní competetive play og cod 4 er ekki að deyja, hann er að fæðast á ný :)
Svona í lok árs ákvað ég að taka smá top 10 lista yfir bestu leikmenn ársins og er það tekið saman af stjórnendum /cod en þar sem Andri var ekki hér notaði ég bara nýútgefinn top 10 lista frá honum og fékk Sævar “knudsen” Hannesson í að vote-a um “besti þetta og besti hitt” fyrir Andra.
Þegar allt var komið saman endaði það svona:
1. Drezi (zrz): Með fullu húsi atkvæða í þessu sæti var drezi hálf sjálfvalinn í þetta sæti.
2. Smuffy (zrz): Aftur, hálf sjálfvalinn enda þetta 2 frábærir spilarar
3. Knuddi (superior): Hér er orðið gríðarlega tæpt á munum hjá mönnum og má var á milli sjá en drengurinn er vel kominn að þessu sæti, enda mjög fjölhæfur leikmaður, einn besti leikmaður landsins með ÖLLUM byssum.
4. Biggi (zrz): Frábær spilari, thunderballz með Ak 47, need to say no more, að margra mati besti 47 landsins.
5. Tech (zrz): Æðibiti, hann höndlar smg-una ótrúlega vel og hefur gert lengi, þrusu spilari.
6. Snatch (df1ne): úúú núna væla örugglega einhverjir. Metnaðagjarnasti spilari á landinu og setur vinnuna í hlutina. Hefur gott gunplay og sóðalegt report. Mjög góður leader, í öðru sæti á eftir gamla að sjálfsögðu. Gæti skilið vinina eftir í ryki metnaðarins. (Stolið frá þér andri babe :D)
7. Drama (df1ne/zrz): Framfarir ársins? Var meðal núbbinn í byrjun árs en er núna einn af þeim bestu sem við eigum og sannast það á hverjum degi sem hann spilar, frábær teamplayer og góður með byssurnar :)
8. Noxi (zrz): Frábær spilari, vel hægt að segja að hann ætti að vera ofar en það gátu ekki allir í dómnum gert sér almennilega álit á honum og því endar hann hér. Án vafa ekki bara brjálað gunskill heldur frábær leikskilningur.
9. Fancy (df1ne): Eins og með Noxa, ekki allir sem settu hann inná lista og því endar hann hér, undirritaður undir greininni setur hann sem besta smg landsins en það er víst álitamál og því situr hann, respectively í 9 sæti.
10. Binnzh(DNO): Enn önnur smg-in á top 10 listanum, það er ekki af ástæðulausu sem Binni er oft kallaður Binni “Backlot” Binnzh en hann clean-ar upp menn í backlot og í öðrum möppum, stórkostlegur smg
—
Ekki eins og það sé nóg bara að top 10 lið ársins komi fram, heldur spurði ég þá líka um að dreifa út nokkrum titlum og þetta kom útúr því (hér vote-aði Andri ekki heldur fékk Sævar “Sexybeast” Hannesson að vote-a í staðin)
Besti playerinn: Drezi
Besti scope-inn: Knuddi
Mesta efnið: DRAMA
Besti leaderinn: Joseph/snatch
Besti aimerinn: Fancy
Besti “strattarinn”: Snatch
Síðan í sérstaka dómnefnd fyrir 2 titla fékk ég Jón “NoXjilenzyye” Amar og Fannar “BlackTHEFUCKout” Egilsson og þeir völdu:
Framfarir ársins: Eyjó “Drama” Sexybomb og Einar “Eindrz” Masterzon
Besta gamesence: Andrés “Drezi” Massiv og Ingvar “Xlr8888” Handballzman
—
Þar hafiði þar, áramótakveðjur frá stjórnendum /cod