Jæja þá hefur það loksins komið að því að maður er kominn aftur á /cod af fullum krafti og nú mun allur fréttaflutningur og annað vera runnað hér í gegn af sama krafti og þegar best var.
Bæði ég og ykkar ástkæri Abattage erum hættir á öðrum fréttasíðum útaf því að við vorum báðir sammála um að þar væri óskum samfélagsins ekki mætt heldur mættu óskir samfélagsins daufum eyrum þrátt fyrir að vera undir öðrum formerkjum. Það er því núna sem ég tilkynni það hvernig árið mun líta út og hvað ég er að fara að gera hér sem stjórnandi og hverju ég er að fara að beita mér fyrir.
1. Virkja /cod: Ekki einungis sem lang vinsælasta og í raun eina almennilega virka spjallið um cod heldur líka bestu cod fréttasíðuna og nú eru þeir tímar liðnir að þið sjáið nýja frétt á hálfs mánaða eða jafnvel mánaðar fresti, nei nei, ég auglýsi eftir vöskum mönnum í það að senda inn greinar hér á /cod sem verða svo skoðaðar og farið yfir og ég mun lofa því að á móti mun ég skoða þetta daglega og vera snöggur að samþykkja/neita greinum og allar greinar sem einhver vinna fer í og make-a eitthvað sence eiga góðan séns að komast strax inn.
2. Mót: Ég hef lengi lengi lengi séð um mótin og mun halda því áfram, eini munurinn er að núna eru þau komin aftur á /cod og mega menn búast við price cup núna á næstunni sem verður með svipuðu móti og Icelandic cuppið í fyrra þar sem lið safna stigum eftir sæti í móti og eftir 3-5 mót verða verðlaun fyrir vonandi fyrstu 3 eða bara fyrsta sætið, mun gera mitt besta í að redda því.
3. Ný gerð af top 10 lista mun koma fram þar sem valdir eru 5 spilarar til að gefa liðunum einkannir og meðaltöl þeirra eru notuð til að ranka íslensku liðin, skemmtilegt og ætti að vera skemmtilegt að sjá.
4. Reviews um ný lið er væntanleg sem og review um liðin sem hafa verið að spila í þónokkurn tíma
Vil enda þetta á að óska öllum gleðilegs árs og vona að það séu einhverjir í þessu samfélagi sem eru til í að hjálpa mér, abattage og öllum hér sem stunda /cod að gera /cod að því stórveldi sem það var og pm ef þið hafið áhuga á að vera virkir að senda inn greinar því gaman væri að sjá hvað margir hafa áhuga á því.
kv wanganna/snatch :)