Ný heimasíða hefur verið tekin í notkun eSports.is með yfirskriftinni “Íslenska eSports Samfélagið”.
eSports er skammstöfun fyrir Electronic sports og verður fréttaumfjöllun af hinum ýmsu keppnum og leikjum.
Við komum til með að flytja fréttir á næstunni á rólegu nótunum á meðan fréttamenn eru að koma sér fyrir. Við hefjumst handar 1. febrúar að fullum krafti, en þangað til ætlum við að leyfa þér notandi góður að reynslukeyra vefsíðuna með okkur.
Þeir leikir sem skrifað verður um eru svokallaðir fyrstu persónu skotleikir, herkænsku leikir og/eða hinir venjulegu sport leikir. Í þessum leikjum keppa bæði áhuga-, og atvinnumenn.
Dæmi um þá leiki sem eSports.is kemur til með að skrifa um:
Counter-Strike
Counter-Strike:Source
CoD til 4
Quake 4
Warcraft III
World of Warcraft
ofl.
eSports.is mun byrja á því að flytja fréttir frá leikjunum Counter-Strike, Counter-Strike:Source og er stefnan að hafa fréttirnar sem fjölbreyttastar hér á eSports.is, þar sem fréttaumfjöllun af hinum ýmsum leikjum verða í boði.
eSports.is er með spjallborð sem veitir notendum að spjalla sín á milli, sérstakur markaður er fyrir notendur til að selja, kaupa og/eða skipta. Notendur geta upload-að pdf, word, myndir með hverjum þráð og eins myndböndum, hltv ofl. í download svæði okkar.
Sett hefur verið upp iTube svæði þar sem notendur er kleypt að setja inn embed-myndbönd á auðveldan hátt. Notendur geta síðan commentað á myndbandið og eins getur notandinn stofnað nýja spjallþráð og vísað í þetta myndband og séð hvað notendur segja um myndbandið osfr.
Aðsetur fyrir online mót
Mikið er um að einstaklingar og aðrir standa að Online mótum hér á Íslandi og krefst undirbúningur fyrir slíkt mót mikilla vinnu og er einn liður í því að koma sér upp heimasíðu sem heldur utan um allt mótið.
eSports.is ætlar að bjóða mótshöldurum aðsetur á heimasíðu okkar að kostnaðalausu (Frítt) og hefur mótshaldarinn stjórn á öllu vefumsjónarkerfi esports.is sem snýr að móti þínu. HLTV, skjáskot, myndbönd ofl. verða aðgengilegt fyrir keppendur og uploadar mótshaldarinn sjálfur öll gögn frá mótinu á vefsvæði eSports.is með einföldum hætti.
Einnig býðst mótshaldari að skrifa fréttir og tilkynningar um mót sitt sem birtast á forsíðu eSports.is.
Þetta og margt fleira sem koma skal, en við byrjum rólega og stefnum að skemmtilegu íslensku eSports Samfélagi.
Við viljum koma á framfæri sérstakir þakkir til Emil Valsson fyrir alla þá aðstoð sem hann hefur veitt okkur við uppsetninguna á vefnum.
Nánari upplýsingar:
Netfang: esports@esports.is.
Ircrás: #eSports.is.
Njótið vel.
Kær kveðja og með von um góða móttökur
Stjórnendur eSports.is
www.esports.is