Nú er ekki langt í það að við kveðjum árið 2007 og heilsum því nýja. Við munum líta yfir ár 2007 og má segja að við kveðjum CoD2 um leið og við kveðjum árið. CoD4 hefur tekið við og eru spennandi tímar framundan. En til þess að þessir tímar geti orðið jafn magnaðir og byrjun CoD1 og CoD2 var verða allir notendur hér á /cod að vera duglegir að koma með hugmyndir um allt milli himins og jarðar. Það mun ekkert gerast ef maður bíður alltaf eftir þeim næsta að gera e-ð.
Ég vil einnig benda á að Hjalti er nánast sá eini af okkur stjórnendum sem er að spila CoD4 e-ð almennilega og hef ég ekki hugmynd um hvort hann muni spila CoD4 e-ð af viti. Þannig þið sem eruð að spila verðið að vera enn duglegri að biðja okkur um hluti tengt /cod eða í raun hverju sem er og við sjáum hvað við getum gert.
En þessa grein ætla ég ekki að tileinka CoD4.

Saga vCoD (Athugið, þetta er langt svo ef þið viljið sjá pointið farið neðar)

Þann 17. mars 2004 klukkan 18:12 nákvæmlega var stofnað áhugamálið www.hugi.is/cod. Var það fyrir leikinn Call of Duty eða vCoD (CoD1) eins við könnumst við hann í dag. Leikurinn byrjaði nú ekki með neinum látum en var þó nógu margir til þess að scrimma af og til. Allir sem voru að byrja lögðu sitt af mörkum til þess að fá leikinn í gang alminnilega og voru liðin sem byrjuðu t.d. TMNT (Teenage Mutant Ninja Turtles), Turtles, Blitz, .50 og GG. Síðar komu lið eins og Skanderbeg og Adios.

Svo kom að fyrsta skjalftanum og voru það lið Adios, Blitz og Skanderbeg sem mættu á það og bar Adios sigur á hólmi. Skjalfti 2 hafði sama fjölda nema AoD kom í stað Blitz. Aftur sigraði Adios og voru enn taplausir á skjalfta. Í Adios voru þá stórstyrnir eins og Waldez, Kallinn, Corruptor, Konev (seinna skiptið), Mattuz (Seinna skiptið), Izelord (ekki á skjalfta), hatred og svo seinast láner sem hét Doddz en kom mjög sterkur inn á seinni skjálftanum.
Á þriðja skjálftanum fór loksins að bætast við hópinn og voru 5 lið skráð. Voru þar Wanted 1 og 2, Adios, Turtles og Adios. Loksins töpuðu þeir í Adios og var þá komið að Turtles að taka við titlinum af þeim. Fyrir Turtles fóru Oddur, Braindamage (Reynir), Klemmi, Striki og Bloomberg. Ég afsaka ef ég er að gleyma einhverjum. Unnu þeir riðlakeppnin ósigraðir ef ég man rétt.
Á skjalfta 4 varð svo fín mæting og mættu um 7 lið. Ég man ekki nákvæmlega en endaði þetta þannig að fyrstu 4 lið spiluðu um sæti í úrslitum. Adios senti frá sér 2 lið. Adios Tortillas sem átti að vera þeirra A-lið, og Adios Taccos sem átti að vera þeirra B-lið. Sigurvegarar frá 3. skjalfta voru mættir og staðráðnir að verja titilinn, en þeir höfðu gengið til liðs við lið Seven í CS. Riðillinn endaði þannig að Adios Tortillas lenti í 1., Seven í 2. og Adios Taccos tók 3. sætið. Man ekki hverjir voru í 4 og spiluðu umspil um úrslit gegn Adios Tortillas en unnu Adios þann leik og voru því komnir í úrslit gegn annað hvort skjálftameisturum Seven eða Adios Taccos. Mikil stemming var yfir leiknum og endaði þetta með ótrúlegum sigri Adios Taccos. Það voru því Adios á móti Adios í úrslitum og voru þeir svo sannarlega búnir að sýna að þrátt fyrir tap á 3. skjalfta væri þeir ekkert að gefa eftir. Allir bjuggust við auðveldum sigri Tortillas en raunin varð önnur. Leikið var 2 kort og enduðu þau þannig að Taccos vann annað en Tortillas hitt. Þurfti því 3. mappið til að skera út um úrslit og var Carentan fyrir valinu. Eftir að Taccos virtist vera taka forustuna og sigra kom gott comeback frá Tortillas og náðu þeir að jafna í 10 - 10. Var því spilað 2x 3 round í Carentan áfram og fór það einnig jafntefli. Eftir 2 framlengdan leik var ákvað að spila eitt round sem sitthvort side þanngað til það fengjust úrslit. Tortillas byrjaði í American og sigruðu það round. Þá var komið að Axis og mjög eftirminnilegt plan virkaði þar sem þeir cömpuðu allt roundið og fóru síðan upp allir sama tíma og náði að sigra Axis roundið einnig og var sigurinn þeirra.
Fyrir Tortillas fóru Waldez, Ljunberg, fanatic, Konev og Kail.
Fyrir Taccos fóru Freakshow, Corvus, Purki, Typhoon og ég man ekki 5. en minnir að það hafi verið Bloomberg. Typhoon og Purki voru fegnir sem lánsmenn en stóðu sig það vel að þeir fengu inngöngu í Adios.

5. Skjalftinn varð svo sá stærsti og mættu 8 lið til leiks og þýddi það að hægt var að hafa 2 riðla. Á þessu tímabili hafði myndast liðið icegaming sem var samansafn úr Adios og Seven. Annað lið hafði myndast úr CS leikjamenningunni og var það Shockwave. Endaði sá skjalfti með mjög spennandi úrslita leik þar sem Shock bar sigur af hólmi í þvílri rimmu við ice eftir að hafa komið úr losersbracket. Fyrir Shock fóru Rocco, Weasel, Corvus, Berserk og Bombebein.

Lítið gerðist eftir þetta og var alltaf mikill spenningur milli ice og Shock eftir þetta. Ice vildu meina að á þessu móti hefðu þeir ekki sýnt sitt rétta andlit og væru betri meðan Shock voru ávalt að minna á hvernig skjálfti hefði verið.
Eina fréttnæma sem gerðist eftir þetta varð svo að Ice.gaming sprakk og varð til úr því Dedication. Dedication var lið sem undirbjó sig aðeins fyrir CoD2 og voru í Dedication J1had (petti), Oddur, Emotive (reynir), Typhoon, fanatic og Baddz.
Var stuttu eftir þetta sögu vCoD lokið.

Margt annað gerðist eins og fyrstu landsliðsleikirnir sem töpuðust allir nema þeir í umspili um að komast í riðilinn gegn Eistlandi 2x og unnum við Íslendingar þá báða.

Hér með líkur hröð yfirferð á sögu vCoD


Mitt point með þessari sögu er að vekja smá athygli á að við megum ekki gleyma gömlu tímunum og stundum horfa til baka og rifja upp þessa skemmtilegum tíma. Fyrir mér var þetta blómatími CoD.

En þá er loksins komið að hugmyndinni =) Mig langar rosalega að hafa það mitt fyrsta verk sem stjórnanda hér á /cod á nýju ári, að hafa vCoD kvöld, helgi eða jafnvel viku í byrjun Janúar þar sem við mundum redda bæði public server og scrimm server og leika okkur í vCoD þó ekki nema bara 1 helgi. Gaman væri að ef við fengjum nógu marga úr gamla skólanum að taka t.d. Skander VS Turtles.

Þetta er búið að blunda í mér í smá tíma. Ég mun leggja hart að mér að fá þetta til að ganga en til þess að þetta geti gengið þarf ég virkilega á hjálp að halda! Ef þú ert til þá endilega láttu mig vita hér í comment! Ef áhuginn er lítill sem engin mun þetta auðvita renna í sandinn.
Þetta er líka fyrir þá sem ekki spiluðu vCoD til þess að sjá hvernig þessi leikur byrjaði.

HVERJIR ERU READY :D?
You shouldn't take life to seriously. You'll never get out alive.