En margir spurja sig væntanlega hvort CoD4 muni e-ð taka við af CoD2. Ég get auðvita aldrei vitað þetta svar, en ég giska já. Áður en CoD2 kom út og þegar hann var að koma út voru margir sem ætluðu sér alls ekki að taka þátt í þessum leik! Þá menn er hægt að sjá spila núna, og munu ábyggilega mótmæta CoD4 e-ð. Ég held að við ættum að taka þessum nýja leik með opnum hug og sjá hvað hann hefur upp á að bjóða.
En hvernig verður CoD4?
Ég get ekki svarað þessu alminnilega þar sem ég hef ekkert verið að fylgjast alveg það vel með, þannig endilega leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér.
CoD4 verður leikur sem ekki er hægt að líkja beint við vCoD eða CoD2. Þetta verður ekki úr WW2, heldur erum við komnir í nútímann í CoD4. En hvað er breytt? Margt er breytt og er ég ekki viss um allt, en ætla nefna það sem ég er viss um.
Í staðinn fyrir að velja byssu, þá velur maður svokallað “class”. Þessi class eru mörg. Sniper er til dæmis eitt class. Þá ertu sniper í sér búning. Sniperinn hefur þann eiginleika að hann sést ekki á radar. Hann er í búning sem fellur mjög inní umhverfið og erfitt verður að spotta. Svo er annar class þar sem þú færð vélbyssu. Í þeim class hleypuru mun hraðar en aðrir. Hver class hefur sína eiginlega og er enginn alveg eins. Vona að allir átti sig á þessu. Það eru s.s. kostir og gallar við hvert class fyrir sig.
Þetta gæti orðið spennandi og gaman verður að sjá hvernig þetta mun reynast okkur.
Ég veit ekki hvernig kortin verða, en af því sem ég hef lesið ætla þeir að reyna halda þessu mjög svipað og þetta er núna, en miðað við þá trailera sem ég hef séð þá sé ég ekki margt voða líkt. Þeir hafa einnig sagt að allir helstu kostir S&D munu áfram verða, og einnig verði bætt við mörgu öðru skemmtilegu.
CoD4 verður stærri og meiri og mun hafa uppá meira að bjóða samkvæmt Activision. Leikurinn mun væntanlega hafa fleiri kort, fleiri gametype og einnig verður mjög svipað kerfi og í UO. Ef þú stendur þig og ert að drepa marga, þá hækkaru svona um tign. Og þegar þú ert komið e-ð ákveðið hátt geturu sent airstrike minnir mig. Einnig er fítus frá CS þar sem þú getur skotið í gegnum veggi. En þetta kemur allt í ljós.
En endilega þeir sem hafa upplýsingar og geta frætt okkur enn frekar um leikinn, endilega gera það.
En hvað haldið þið? Munu allir færa sig í CoD4 eða verður líf í CoD2 áfram. Ég held að það sé greinilegt að það mun þurfa öfluga tölvu til þess að keyra leikinn, svo til að byrja með getur verið að einhverjir þurfi að uppfæra. Svo getur verið að leikurinn dragi til sín nýja spilara frá öðrum leikjum þannig við vitum aldrei.
Og hverjir eru til að halda eitt lokamót svona áður en nýr leikur byrjar?
You shouldn't take life to seriously. You'll never get out alive.