Jæja til að byrja með vil ég bjóða þér velkominn í CoD2 samfélagið okkar. Vona að þér eigi eftir að líka vel hérna. Fyrsta sem þú átt að gera er auðvita að setja inn leikinn og ætla ég að vona að það sé ekki mikið mál fyrir þig. Jæja það búið? Áfram þá og til þess að þú getir spilað með okkur hinum þarftu að vera með sama update og við. Þetta þýðir það að þegar þú installar leiknum ertu að spila í version 1.0 en núna spilum við í 1.3. Eina sem þú þarft að gera er að sækja plástur (patch) og færð hann hér.
Jæja settu inn patchinn. Ef þú ert búinn að því ættir þú að vera kominn á sama ról við hin.
Jæja þú vilt væntanlega fara spila núna á fullu enda orðinn vel spenntur. Við spilum á svokölluðum leikjaþjónum og eru þeir 12 talsins á Íslandi þegar þetta er skrifað. Helmingurinn af þessum leikjaþjónum eru svo kallaðir Public server, eða þar koma bara hverjir sem vilja og skemmta sér að spila á móti hvorum öðrum. Til þess að geta tengst þessum leikjaþjónum getur þú náð í forrit sem heitir All Seeing Eye. Finnur það hér (ath erlend download, aðeins 1MB).
Ég hef heyrt af leiðindum tengt forritinu og þá er hægt að fá allar IP-tölur til að tengjast leikjaþjónunum hér
Jæja nú áttu að vera kominn með All Seeing Eye og allar IP tölur af leikjaþjónum okkar. Ef All Seeing Eye virkar ekki geturu alltaf opnað Call of Duty Multiplayer og gert /connect “IP-talan” og þá ættiru að detta inná þann server sem þú baðst um (ath ekki þarf gæsalappir).
Jæja þú ættir nú að vera með kominn allt sem þú þarft til að spila en eitt vantar samt. Þegar þú startar leiknum í fysta skiptið ert þú beðinn um að búa til svona notenda. Þú skrifar það sem þú vilt (vinsælt að hafa nickið sitt) og eftir það er leikurinn búinn að gera profile fyrir þig. Þar er til dæmis þinn “config” eins og það kallast. Config geymir allar þinar stillingar hvort sem það varða útlit eða hvaða takka þú notar.
En þú ert búinn að gera þinn Profile og það fysta sem þú skalt gera er að fara í Multiplayer Options og þar stendur Enable Punkbuster og þar skaltu setja Yes. Lang flestir leikjaþjónar keyra PunkuBuster og er það svindvörn, s.s. kemur í veg fyrir að fólk svindli. Svo ef þú vilt ekki láta banna þig skaltu ekki svindla ;)
Síðan skaltu stilla takkana eins og þú vilt hafa þá. Eftir það skaltu fara í options og Graphic. Jæja ef þú ert á svona meðal tölvu skaltu setja “Rendering Method Preference” í DirectX7. Þar næst skaltu setja
“Texture filter” = Bilinear,
“Screen Refresh Rate” = eins og hátt og þú getur, en ekki sprengja skjáinn þinn.
“Soften Smoke Edged” = Off
“Video Mode” = Það sem þú ræður, ég er að nota 800x600 en gott að reyna 1024x768.
“Texture Settings” = Settu þetta bara ú Manual eða allt Normal til að byrja með. Þetta er bara gæði á leiknum hvort þú vilt hafa allt geðveikt flott eða frekar svona ljótt en fá meira út úr leiknum.
Já núna veistu mjög mikið um leikinn og ættir að vera búinn að stilla hann svona þokkalega fyrir þig ef þú ert með svona meðal tölvu. Þeir sem eru með verri tölvu geta sett Video Mode í 640x480 og allt í low og þeir sem eru með betri geta farið hærra í Video Mode og farið einnig hærra í texture settings.
En núna skaltu fara inná einhvern leikjaþjón sem er í boði. Þegar þú svo loksins kemst inná þjóninn skaltu skrifa þessa skipun í console (console er þessi takki “°”, vinstrameginn við “1”):
/cg_maxpackets 60
Þetta kemur í veg fyrir að þú pingir hátt. Ættir að vera með u.þ.b 40-60. Ef þú vilt fara lærra setur þú einfaldlega /cg_maxpackets 30.
Jæja ég held að þér sé ekkert að vanbúnaði og þú ættir að geta byrjað að spila.
Margar villur eru til í leiknum svo sem PunkBuster villur, villur í leiknum og guð ég nenni ekki að týna þær alla hingað inn. Ef það er vandamál er alltaf hægt að senda mér fyrirspurn hér á huga eða einfaldega farið á ircið og á rásina #cod.is og fundið mig þar. Ég heiti þar d\fanatic.
Gerum þennan leik skemmtilegri, hjálpum þeim sem vantar hjálp og stækkum þetta samfélag :D Þú sem ert nýrr. Velkominn og góða skemmtun.
You shouldn't take life to seriously. You'll never get out alive.