“Get closer than ever.”

Nú hef ég lesið tilkynninguna um Call of Duty 3.
… ég verð að segja að sama hversu hund fúll ég er með það að það er bara búið að tilkynna hann fyrir next-gen leikjatölvur og hversu stuttu hann kemur út á eftir CoD2, þá er ég ekkert smá spenntur fyrir þessum leik.
Einföld ástæða: Wii's Controler

Það var strax ljóst að þessi nýja “fjarstýring” fyrir Nintendo Revoluti… fyrirgefið, Nintendo Wii, yrði ekki bara þvílík bylting fyrir leikjatölvur, heldur nýr heimur fyrir First Person Shooter leiki.
En ég er ekki kominn hingað til að tala bara um Nintendo Wii eða aðra next-gen leikatölvu, heldur Call of Duty 3.

*Fyrir þá sem vilja kynna sér Nintendo Wii og nýja controlerinn, mæli ég með Wikipedia:
http://en.wikipedia.org/wiki/Nintendo_Revolution_2
(Ekki er þó búið að uppfæra þegar ég skrifa þetta, og er vélin ennþá skráð undir vinnuheitinu Revolution).

Margir eru eflaust mest pirraðir yfir því að CoD2 er einungis búinn að vera hálft ár á markaðnum og einungis einn patch kominn.
En þar liggur munurinn. Call of Duty 2 var í fyrsta sinn gefinn út í sínu “upprunalega” formi fyrir leikjatölvu þegar hann kom út á Xbox 360. Fyrir það höfðu leikjatölvurnar einungis fengið “spin-off” eins og CoD: Finest Hour og Big Red One.
Nú verður Call of Duty 3 hinsvegar einungis fyrir leikjatölvur.
Þetta breytir ýmsu. Afhverju fá PC spilararnir ekki að njóta leiksins án þess að þurfa að kaupa sér eina af nýju leikjatölvunum?
Hér er svarið við því…
One such game that did so with phenomenal commercial success was Activision's Call of Duty 2. The game long held the top slot for best-selling Xbox 360 game and easily outsold any other Xbox 360 launch title. The game enjoyed great success on the PC as well, though the Xbox 360 numbers outshone the PC's as more consoles were fed into the market.

Apparently, Activision was looking at those numbers. In today's postearnings conference call, Activision chairman and CEO Bobby Kotick specifically noted that the next Call of Duty game, due in the company's third quarter of this fiscal year (October 1, 2006 - December 31, 2006), is “not a PC product, it's a console product and it's all next-gen.”


Hér að ofan er það helsta sem bendir til afhverju, en það mun vera sökum hversu vel CoD2 seldist á Xbox 360 (enda mjög vel gerður og góður leikur inn á frábæru Live kerfi Microsoft manna).

Sögusagnir hafa þó verið á kreiki um að næsti Call of Duty fyrir PC vélar, verði “Modern Combat” (Nútíma herðnaður, sama umhverfi og Battlefield 2) sem mun í fyrsta lagi koma út einhvertíman á næsta ári. Svo við sem erum á fullu að spila CoD2 á netinu þurfum ekki að hafa áhyggjur, strax.

“Through the eyes of four Allied soldiers, Call of Duty 3 brings players closer to the fury of combat as they fight through the Normandy Breakout, the harrowing offensive that liberated Paris and changed the fate of the world. Developed by Treyarch, Call of Duty 3 is the follow up to the #1 next-generation game and is scheduled for a 2006 release.”

Ég verð þó að setja út á að maður er orðinn örlítið þreyttur á þessu einfalda Single Player og löngu orðinn þreyttur á seinni heimstyrjöldini í tölvuleikjum (Hver svari fyrir sig).

Það er einungis Wii leikjatölvan og stýripinni hennar (kannski Xbox 360 úr því að ég á hana) sem dregur mig að leiknum, og svo auðvitað frábæra grafíkin og Live kerfin sem verða í boði fyrir næstu kynnslóð leikjavéla. En allar vélarnar í næstu kynslóð leikjavéka munu hafa öflugt netspilunarkerfi, samanber Xbox 360 Live.

Fyrir þá sem velta fyrir sér hvort þeir eiga að tíma að kaupa eina af þessum rán dýru leikjavélum, þá er komið í ljós að Nintendo Wii verður ódýrasta leikjatölvan þar sem þeim tekst að nýta best það sem þeir hafa af hardware, Xbox 360 þar næst þar sem hún er búin að vera í talsverðan tíma á markaðnum, og svo eru Sony menn í miklum vandræðum með PS3 og hversu dýr hún verður, og vill ég bara kenna þeim sjálfum um fyrir að reyna að breyta leikjatölvum í Media Centers og að kunna ekki að gera gott úr ódýrara efni. En þetta er kannski umræða sem hentar betur fyrir annan stað ;)


Upplýsingar fengnar á eftirtöldum slóðum:
http://revolution.ign.com/articles/705/705438p1.html
http://www.gamespot.com/xbox360/action/callofduty3/news.html?sid=6149040

Trailer er að finna inn á fyrri linknum, Ign síðunni.