ALL-STAR X
fanatic(SQL) - dedication
Typhoon - dedication
Bloomberg - dedication
Klemmi - BadAss
Smuffy - uoM
ALL-STAR Y
Weasel(SQL) - uoM
j1had - dedication
Trogdor - SetPoint
Oddur - BadAss
Malli - uoM
Viðtöl við spilara úr ALL-STAR X:
dedication › TyPh00n
deluxs: Sæll og blessaður. Villtu vera svo vænn að byrja á því að kynna þig ítarlega fyrir lesendum og áhorfendum stjörnuleiksins?
Typhoon: Ég heiti Björn Jóhann (TyPh00n) og spila fyrir dedication.
deluxs: Hvernig lítur venjulegur dagur út hjá þér?
Typhoon: Það er bara svo rosalega misjafnt fer bara í skólann á morgnanna og svo bara hvort ég nenni að fara að gera eitthvað eftir það annars fer ég bara heim að sofa eða í tölvuna.
deluxs: Hvernig tölvu spilar þú á?
Typhoon: Núna er ég bara á einhverju IBM gömlu drasli en ætla að fá mér nýja bráðum.
deluxs: Í hvaða liði ert þú og hvaða lið finnst þér vera sterkast á Íslandi þegar þessi orð eru skrifuð fyrir utan þitt lið?
Typhoon: Eins og ég sagði áðan spila ég fyrir Dedication. Sterkasta liðið, nú bara er ég ekki alveg viss en setpoint hafa verið að sýna okkur góða hluti undanfarið.
deluxs: Hvað finnst þér um metnaðinn hjá íslenskum CoD liðum, eru fleiri og fleiri að verða betri í þessum leik og sérðu fyrir þér einhver lið verða sterkari og sterkari?
Typhoon: Satt að segja hef ég ekkert spáð mikið í cod núna undanfarið mæti bara og skrimma.
deluxs: Nú ert þú að fara að taka þátt í fyrsta CoD stjörnuleiknum hér á Íslandi, hverjar eru væntingar þín til leiksins og hvað finnst þér um þetta framtak?
Typhoon: Mér líst bara verulega vel á þetta, prufa eitthvað svona nýtt og væntingar mínar til leiksins, auðvitað vill maður vinna en nú held ég að allt geti gerst.
deluxs: Hvernig líst þér á liðin í þessum leik; t.d. hverjir telur þú að eigi eftir að spila lykilhlutverk í báðum liðum og hvern telur þú vera veikasta hlekkinn?
Typhoon: Mér líst bara vel á liðin og hvað varðar lykilhlutverk og veikasta hlekkinn þá bara veit ég ekki alveg. En er nú samt Eiginlega viss um að Petti (J1h) muni sýna okkur sína takta eins og alltaf.
deluxs: Hvað finnst þér um CoD menninguna hér á Íslandi? Hvað mætti betur fara og hvað finnst þér standa upp úr sem ljósustu punktarnir?
Typhoon: Núna bara hef ég ekki hugmynd.
deluxs: Svo að lokum, þakka þér fyrir þetta viðtal og gangi þér vel í leiknum, eru einhver lokaorð?
Typhoon: Bara það að ég sé ánægður með að hafa verið valinn og ég hlakka til að sjá hvernig þetta fer.
SetPoint - BloomBerg
deluxs: Sæll og blessaður. Villtu vera svo vænn að byrja á því að kynna þig ítarlega fyrir lesendum og áhorfendum stjörnuleiksins?
BloomBerg: Ég heiti Kristinn Gíslason, spila undir nickinu blmbrg í cod2.
deluxs: Hvernig lítur venjulegur dagur út hjá þér?
BloomBerg: Vakna í skólanum 7:30 fer svo í skólan kl.8:15. Svo bara æfing seinni partinn, svo bara eitthvað að lolla í tölvunni eftir æfingu.
deluxs: Hvernig tölvu spilar þú á?
BloomBerg: Spila á einhverju sorpi frá BT, MedionV6.
deluxs: Í hvaða liði ert þú og hvaða lið finnst þér vera sterkast á Íslandi þegar þessi orð eru skrifuð fyrir utan þitt lið?
BloomBerg: Ég spila með liðinu setPoint, mér finst dedication vera bestir en samt er eiginlega engin munur á uom/setpoint/dedication. Vona bara að einhver fleirri lið byrji að blanda sér í toppbaráttuna.
deluxs: Hvað finnst þér um metnaðinn hjá íslenskum CoD liðum, eru fleiri og fleiri að verða betri í þessum leik og sérðu fyrir þér einhver lið verða sterkari og sterkari?
BloomBerg: Ég hef séð mikin meiri metnað hjá CoD2 liðum heldur en var í CoD1 þá er ég að tala um fleirri lið með metnað fyrir þessu heldur en var í CoD1. Mörg lið hafa bætt sig mikið frá CoD1.
deluxs: Nú ert þú að fara að taka þátt í fyrsta CoD stjörnuleiknum hér á Íslandi, hverjar eru væntingar þín til leiksins og hvað finnst þér um þetta framtak?
BloomBerg: Ég ætla bara gera mitt besta í þessum stjörnuleik púlla headshot og svona. Ég verð bara að hrósa dedication fyrir svona svakalegan mikin metnað við að gera CoD2 skemmtilegan á klakanum, frábært framtak.
deluxs: Hvernig líst þér á liðin í þessum leik; t.d. hverjir telur þú að eigi eftir að spila lykilhlutverk í báðum liðum og hvern telur þú vera veikasta hlekkinn?
BloomBerg: Mér lýst ótrúlega vel á liðin, hefði samt vilja sjá 1-2 menn sem voru ekki valdnir, en samt eru þetta án efa top10 spilarar á klakanum. Ég tel að Weasel eigi eftir að slá í gegn í team-Weasel liðinu. En úr team-fanatic, tel ég að Typh00n og smuffy eiga eftir að slá í gegn ;*.
deluxs: Hvað finnst þér um CoD menninguna hér á Íslandi? Hvað mætti betur fara og hvað finnst þér standa upp úr sem ljósustu punktarnir?
BloomBerg: Mér finst hún frábær, allir þekkjast ágætlega. Mér persónulega finst vanta svona aim servera ;DD! til að æfa hitni hjá mönnum, vorum alltaf í svoleiðis í cod1 í custom möppum og svona. Það sem stendur uppúr er aðalega þessar deildir&cup sem eru byrjaðir og á leiðinni.
deluxs: Svo að lokum, þakka þér fyrir þetta viðtal og gangi þér vel í leiknum, eru einhver lokaorð?
BloomBerg: Gangi öllum sem eru að fara spila vel í leiknum, Og hlustið á sússa lýsa leiknum því þetta verður rosalegt.
BadAss - Klemmi
deluxs: Sæll og blessaður. Villtu vera svo vænn að byrja á því að kynna þig ítarlega fyrir lesendum og áhorfendum stjörnuleiksins?
Klemmi: Klemenz heiti ég, kallaður Klemmi. Ég er svalari en hestur og betur vaxinn að neðan.
deluxs: Hvernig lítur venjulegur dagur út hjá þér?
Klemmi: Ég fer fram úr um 5 leitið og klæði mig í einn af mínum 50 Skjálfta bolum. Mér finnst gott að taka daginn snemma og fá mér nokkra kaffibolla meðan ég spila COD á erlendum serverum með mörgum heldri mönnum heimsins. Síðan þegar litli vísirinn fer að nálgast 8 legg ég af stað í skólann og sest á Miðgarð í MH með fartölvuna mína og tengist þráðlausa netinu og held spilun minni áfram þangað til hringt er inn. Síðan þegar skólinn er búinn fer ég heim og reyni að klára heimavinnuna mína því mamma leyfir mér ekki að fara í tölvuna fyrr en hún er búin. Síðan set ég þungarokkið í gang og byrja að spila COD og reyni helst að vera til svona 11 eða 12 á kvöldin svo ég nái ágætum svefn.
deluxs: Hvernig tölvu spilar þú á?
Klemmi: AMD 2400XP+ 2Ghz, 1.5gb DDR 333mhz, Shuttle AK37GT Móðurborð, GeForce FX5600Ultra 128mb,SoundBlaster Audigy2 og Sennheiser HD477.
deluxs: Í hvaða liði ert þú og hvaða lið finnst þér vera sterkast á Íslandi þegar þessi orð eru skrifuð fyrir utan þitt lið?
Klemmi: Í þessum orðum töluðum eru aðeins 3 sterk lið hér á landi, en það eru BadAss, UOM og Dedication. Ég held hins vegar að af þeim 3 sé UOM sterkast, enda með stóran en þéttan hóp og hafa nánast engan veikan hlekk.
deluxs: Hvað finnst þér um metnaðinn hjá íslenskum CoD liðum, eru fleiri og fleiri að verða betri í þessum leik og sérðu fyrir þér einhver lið verða sterkari og sterkari?
Klemmi: Ég verð að viðurkenna að mér finnst aðeins vera fámennur hópur hér á landi sem getur eitthvað í þessum leik. Það er alveg ótrúlegt hvað margir sem hafa spilað þennan leik frá upphafi og eyða öllum sínum frístundum, þar með töldum helgum, í að spila, en geta svo lítið sem ekkert. Ég held að liðin verði ekki sterkari nema með því að recruita þessa menn, þannig að ég held að það verði alltaf sami fjöldi góðra liða, geta þeirra fer eftir hversu marga af þessum einstaklingum þeir hafa innanborðs.
deluxs: Nú ert þú að fara að taka þátt í fyrsta CoD stjörnuleiknum hér á Íslandi, hverjar eru væntingar þín til leiksins og hvað finnst þér um þetta framtak?
Klemmi: Ég veit að mitt lið mun spila til sigurs og vil ég bara þakka hinu liðinu fyrir hörku leik, gangi ykkur bara betur næst.
deluxs: Hvernig líst þér á liðin í þessum leik; t.d. hverjir telur þú að eigi eftir að spila lykilhlutverk í báðum liðum og hvern telur þú vera veikasta hlekkinn?
Klemmi: Ég veit að Oddur og Petti eiga eftir að veita okkur mesta mótspyrnu, en þeir hafa lengi spilað saman og eru gott tvíeiki. Hins vegar held ég að okkar lið samanstandi af betri einstaklingum allt í allt og vona að það komi til með að brjóta varnir þeirra niður.
deluxs: Hvað finnst þér um CoD menninguna hér á Íslandi? Hvað mætti betur fara og hvað finnst þér standa upp úr sem ljósustu punktarnir?
Klemmi: COD menningin á Íslandi er já, skrautleg. Fullt af skemmtilegum leikmönnum en suma virðist vanta þroska (ég veit, kemur úr hörðustu átt …. haldiði kjafti tussubörn.) til að umgangast fólk hvort sem það er í gegnum netið eða venjulega, og finnst mér að þess vegna ætti annað hvort að fjölga rconum eða þá að opna fyrir vote aftur … og þá helst finna eitthvern möguleika fyrir temp ban, til að banna menn í eitthverjar klukkustundir/daga.
deluxs: Svo að lokum, þakka þér fyrir þetta viðtal og gangi þér vel í leiknum, eru einhver lokaorð?
Klemmi: Blautbolakeppni.
Smuffy - uoM
deluxs: Sæll og blessaður. Villtu vera svo vænn að byrja á því að kynna þig ítarlega fyrir lesendum og áhorfendum stjörnuleiksins?
Smuffy: Já blessaður, ég heiti Hörður og spila undir nickinu Smuffy með uoM.
deluxs: Hvernig lítur venjulegur dagur út hjá þér?
Smuffy: Venjulegur dagur er bara skólinn, fótboltaæfing og svo cod2 ;D
deluxs: Hvernig tölvu spilar þú á?
Smuffy: Ég spila á einhverju brotajárni sem Weasel setti saman fyrir mig.
deluxs: Í hvaða liði ert þú og hvaða lið finnst þér vera sterkast á Íslandi þegar þessi orð eru skrifuð fyrir utan þitt lið?
Smuffy: Myndi segja að Dedication væru bestir, samt eru lið farin að herja á þá.
deluxs: Hvað finnst þér um metnaðinn hjá íslenskum CoD liðum, eru fleiri og fleiri að verða betri í þessum leik og sérðu fyrir þér einhver lið verða sterkari og sterkari?
Smuffy: Ég veit að mörg lið eru byrjuð að stratta fullt fyrir Dedication Online svo ég held að metnaðurinn sé alveg í lagi, að mínu mati munu Prototype verða þeir heitustu á landinu um næstu mundir.
deluxs: Nú ert þú að fara að taka þátt í fyrsta CoD stjörnuleiknum hér á Íslandi, hverjar eru væntingar þín til leiksins og hvað finnst þér um þetta framtak?
Smuffy: Held að þetta verði jafn og spennandi leikur og finnst þetta frábært framtak (y)
deluxs: Hvernig líst þér á liðin í þessum leik; t.d. hverjir telur þú að eigi eftir að spila lykilhlutverk í báðum liðum og hvern telur þú vera veikasta hlekkinn?
Smuffy: Liðin eru mjög jöfn og held ég að Arnar og Petti eigi eftir að vera lykilmenn fyrir Team-Weasel og Bippi á eftir að reynast góður fyrir sitt lið :). Ætla bara að halda því fyrir sjálfan mig hver mér finnst veikasti hlekkurinn :P
deluxs: Hvað finnst þér um CoD menninguna hér á Íslandi? Hvað mætti betur fara og hvað finnst þér standa upp úr sem ljósustu punktarnir?
Smuffy: CoD menningin er alltaf að vaxa, held að nýir spilarar bætist inn daglega. Að mínu mati ættu sum lið að fara að idla irc aðeins meira og fylgjast með því sem er að gerast á klakanum.
deluxs: Svo að lokum, þakka þér fyrir þetta viðtal og gangi þér vel í leiknum, eru einhver lokaorð?
Smuffy: Já það var lítið. Play hard, go pro!
Viðtöl við spilara úr ALL-STAR Y:
dedication › j1had
deluxs: Sæll og blessaður. Villtu vera svo vænn að byrja á því að kynna þig ítarlega fyrir lesendum og áhorfendum stjörnuleiksins?
j1had: Já Pétur heiti ég og kalla mig j1h. Búinn að vera að spila cod í 1 ár og einhverja mánuði. Var í nokkrum klönum í cod1 turtles, seven og icegaming. Svo þegar Cod2 kom gerðum við nokkrir saman dedication og hef ég verið að spila með þeim.
deluxs: Hvernig lítur venjulegur dagur út hjá þér?
j1had: Venjulegur dagur… vakna oftast of seint í skólann, klára það af. Fer heim, er í tölvunni annað hvort að spila eða verja íslenska tungu á ircinu =Ð Svo er það bara sofa seint.
]deluxs: Hvernig tölvu spilar þú á?
j1had: AMD 3500+, 1gb RAM, ATI X800 PRO skjákort, Logitech MX518 mús.
deluxs: Í hvaða liði ert þú og hvaða lið finnst þér vera sterkast á Íslandi þegar þessi orð eru skrifuð fyrir utan þitt lið?
j1had: Ég er í dedication, setpoint eru orðnir býsna sterkir.
deluxs: Hvað finnst þér um metnaðinn hjá íslenskum CoD liðum, eru fleiri og fleiri að verða betri í þessum leik og sérðu fyrir þér einhver lið verða sterkari og sterkari?
j1had: Metnaðurinn gæti verið miklu meiri hjá íslensku liðunum, og að sjálfsögðu eru menn að verða betri og betri í leiknum og einna helst hefur maður tekið eftir því að eftir að codpickupið varð virkt hafa menn orðið betri fyrir vikið. Eins og ég segji þá eru setPoint orðnir býsna sterkir og eru á uppleið, með unga og efnilega spilara.
deluxs: Nú ert þú að fara að taka þátt í fyrsta CoD stjörnuleiknum hér á Íslandi, hverjar eru væntingar þín til leiksins og hvað finnst þér um þetta framtak?
j1had: Væntingar mínar eru að þetta verði bara góð skemmtun og að liðið mitt endi sem sigurvegari. Annars finnst mér þetta mjög gott framtak, góð skemmtun fyrir cod samfélagið.
deluxs: Hvernig líst þér á liðin í þessum leik; t.d. hverjir telur þú að eigi eftir að spila lykilhlutverk í báðum liðum og hvern telur þú vera veikasta hlekkinn?
j1had: Fer allt eftir dagsformi hjá mönnum, það geta allir verið heitir og allir verið kaldir, þannig er þetta bara. Annars er fanatic lykilmaður andstæðingana, annars segji ég nocomment.
deluxs: Hvað finnst þér um CoD menninguna hér á Íslandi? Hvað mætti betur fara og hvað finnst þér standa upp úr sem ljósustu punktarnir?
j1had: Cod menningin er fín svosem, en er ansi smá og allir þekkja alla nánast sem er pirrandi, annað en í CS samfélaginu. En samt hefur samfélagið stækkað eftir að Cod2 kom sem er gott mál. Það sem mætti laga er erfitt að segja, það þarf bara fleira fólk í leikinn. Ljósið hefur verið hann deluxs okkar. Hann hefur fært okkur codpickup sem ég hvet alla til nýta sér því það eykur hæfnina til muna. Svo er deluxs frumkvöðull að Dedication Online keppninni sem er nýhafin og vil ég þakka honum fyrir allt þetta.
deluxs: Svo að lokum, þakka þér fyrir þetta viðtal og gangi þér vel í leiknum, eru einhver lokaorð?
j1had: Hörny
BadAss - Oddur
deluxs: Sæll og blessaður. Villtu vera svo vænn að byrja á því að kynna þig ítarlega fyrir lesendum og áhorfendum stjörnuleiksins?
Oddur: Ég heiti Oddur, hef spilað cod alveg sko í langann tíma og cod2 líka, er samt svona nánast hættur að spila cod2 núna, ég var í súper clönum í cod1 eins og TURTLES, SEVEN, ICE og var svo í DEDICATION en er núna í THE BADASS CREW, nota slatti mörg nick sko, stundum CHI, stundum gosh og stundum eitthvað annað.
deluxs: Hvernig lítur venjulegur dagur út hjá þér?
Oddur: Ég er ekki mikið fyrir venjulega daga skom
deluxs: Hvernig tölvu spilar þú á?
Oddur: Gömlu dell drasli
deluxs: Í hvaða liði ert þú og hvaða lið finnst þér vera sterkast á Íslandi þegar þessi orð eru skrifuð fyrir utan þitt lið?
Oddur: Ég er í THEBADASSCREW sem er btw lang svalasta crewid a klakanum en ég myndi segja að DEDICATION séu sterkastir.
deluxs: Hvað finnst þér um metnaðinn hjá íslenskum CoD liðum, eru fleiri og fleiri að verða betri í þessum leik og sérðu fyrir þér einhver lið verða sterkari og sterkari?
Oddur: Uhh ég spila nú ekki svaka mikið núna þannig ég veit ekki mikið um hvað er í gangi en ég held að samfélagið sé svoldið að breytast, það séu ekki bara 2clön sem spila alltaf um top sætin, að það séu að koma fleiri og fleiri clön sem eru í barátunni sem besta liðið.
deluxs: Nú ert þú að fara að taka þátt í fyrsta CoD stjörnuleiknum hér á Íslandi, hverjar eru væntingar þín til leiksins og hvað finnst þér um þetta framtak?
Oddur: Mér finst þetta frábært framtak, fínt að einhverjir nenni að standa í þessu til að bæta cod menninguna hérna.
deluxs: Hvernig líst þér á liðin í þessum leik; t.d. hverjir telur þú að eigi eftir að spila lykilhlutverk í báðum liðum og hvern telur þú vera veikasta hlekkinn?
Oddur: Æjji þúst liðið sem ég er í er nottla miklu betra, hitt liðið er svosem alveg drullu gott en klemmi dregur það svoldið niður sko. Annars held ég að þeir sem spili lykilhlutverk verði j1h og typhoon, þessvegna smuffy líka.
deluxs: Hvað finnst þér um CoD menninguna hér á Íslandi? Hvað mætti betur fara og hvað finnst þér standa upp úr sem ljósustu punktarnir?
Oddur: Ég get varla svarað þessu, spila mjög lítið og veit eiginlega ekkert hvað er í gangi, veit það er allavega fyrsta skipti sem er verið að halda almennilega online keppni með verðlaunum og stuffi, greinilegt að þetta samfélag er að stækka og verða betra :)
deluxs: Svo að lokum, þakka þér fyrir þetta viðtal og gangi þér vel í leiknum, eru einhver lokaorð?
Oddur: Kanill
Malli - uoM
deluxs: Sæll og blessaður. Villtu vera svo vænn að byrja á því að kynna þig ítarlega fyrir lesendum og áhorfendum stjörnuleiksins?
Malli: Mæ neim is jónas(Maddli). Þúst bara eitthvað svona ég var að núbbast í cod 1 á makkadruslu svo fekk ég bara eitthvað svona pc tölvu með ógó töff skjákorti og komst í Ninjas(samt skillzpaythebillz). Með útkomu cod 2 fór ég í uoM og hef verið að cappa hausa síðan þá.
deluxs: Hvernig lítur venjulegur dagur út hjá þér?
Malli: Sofa,vakna,skóli,cod,djamma með tölvunni.
deluxs: Hvernig tölvu spilar þú á?
Malli: MEDION V6(svona vindgöng). Með einhverju úber gíförs skjákorti, líka svona lyklaborð sem laggar enda er það þráðlaust og það er töff (töff>lagg). Svo er ég líka með svona þráðlausa mús en hún er ekki góð og þess vegan nota ég hana ekki. Einnig er ég með stól en hann er mjög fallegur. Stóllin er reindar ekki tölvan en harðidiskurinn minn er í tölvuni, hann er fallegur ég hef samt aldrei séð hann en samt er hann rosa traustur vinur og hann geimir öll mín leindarmál.
deluxs: Í hvaða liði ert þú og hvaða lið finnst þér vera sterkast á Íslandi þegar þessi orð eru skrifuð fyrir utan þitt lið?
Malli: ég@uoM. Ég hef séð að lið sem gegnur undir taginu $Killers$ eru að gera allt vitlaust og list mér mjög vel á þá penisa og finnst mér þeir bestir atm.
deluxs: Hvað finnst þér um metnaðinn hjá íslenskum CoD liðum, eru fleiri og fleiri að verða betri í þessum leik og sérðu fyrir þér einhver lið verða sterkari og sterkari?
Malli: Metnaðurinn er nú fullmikill hjá sumum, samt gott að einhverjir hafi svo mikinn metnað og tíma til að lolla í cod því án þess væru svona atburðir ekki að poppa upp á yfirborðið og allir væru bara eitthvað hæ ég er núbbateppi.
deluxs: Nú ert þú að fara að taka þátt í fyrsta CoD stjörnuleiknum hér á Íslandi, hverjar eru væntingar þín til leiksins og hvað finnst þér um þetta framtak?
Malli: Ég býst bara við skemmtilegum og spennandi leik enda topp spilarar að fara að spila.
deluxs: Hvernig líst þér á liðin í þessum leik; t.d. hverjir telur þú að eigi eftir að spila lykilhlutverk í báðum liðum og hvern telur þú vera veikasta hlekkinn?
Malli: Liðin líta út fyrir að vera nokkuð jöfn og ætti það að bjóða upp á skemmtilegan leik. Weasel, j1had og smuffy eiga held ég eftir að spila lykilhlutverkin í þessum leik. Veikasti hlekkurinn gæti verið ég þar sem að tanið mitt er hreinlega ekki á sama mælikvarða og annara leikmanna innan míns liðs, þó ætla ég að reina að bæta úr því og tana stíft restina af vikuni.
deluxs: Hvað finnst þér um CoD menninguna hér á Íslandi? Hvað mætti betur fara og hvað finnst þér standa upp úr sem ljósustu punktarnir?
Malli: Cod menningin rokkar. Íslensk public spilun mætti betur fara enda fátt leiðinlegra en núbbateppi sem pixle nade-a allt og alla.
deluxs: Svo að lokum, þakka þér fyrir þetta viðtal og gangi þér vel í leiknum, eru einhver lokaorð?
Malli: Ganis in Canis? Væri til í eitt þannig.
Ekki var hægt að ná í seinasta spilarann trogdor en við fáum bara að heyra í honum fyrir leikinn.
Já það fer ekki á milli mála að það verður rosaleg barátta því mismunur skoðana hjá leikmönnum var í hámarki, þannig það verður gríðarlega spennandi að sjá hver hefur betur í þessari viðureign því á þessum tímapunkti getur allt skéð.
seven william