Heilir og sælir kæru meðspilendur.

Það er margt að gerast hjá okkur í dedication online, fyrsta umferð er núna í kvöld þriðjudaginn 21. Mars.

Já en eins og glöggir hugalesendur vita þá erum við með lýsingu í samstarfi við www.AK60x.com og reynt verður að velja 2 leiki úr hverri umferð, þ.a.s einn úr a-riðli og einn úr b-riðli sem eru taldnir vera svona the “highlights” leikirnir sem taldnir eru mest spennandi, en vegna að þetta er búið að gerast kanski soldið fljótt allt varðandi keppnina og við erum búnnir að hafa lítinn tíma í að skoða þetta með lýsinguna, þannig við ættlum að sleppa því að lýsa fyrstu umferðinni, en í staðinn höfum við ákveðið að halda STJÖRNULEIK sem verður GRAND OPENING á AK60x Net Útvarpsstöðinni, nú eru væntanlega margir að velta fyrir sér.. “Hvað er Stjörnuleikur?” og ég ættla að fara aðeins nánar úti það hvernig þetta gengur fyrir sig.

Nú Stjörnuleikur er það að 10 stærstu stjörnunar frá íslandi eru valdnar út og settar í 2 lið, og spila svo uppá hvort liðið er sterkara þetta er nánast eins og í NBA East vs West.. nema það þetta er bara iceland vs iceland.

Nú hvernig eru stjörnurnar valdar?
Það er einfalt mál, ég persónulega hef valið þaug 2 clön sem ég held að séu sterkust a.t.m, ég fór eftir currahee töfluni og ég spurði nokkra almenninga, en valið að þessu sinni voru Dedication og uoM, og ég talaði við báða fyrirliðana í liðunum og þeir tóku mjög vel í þetta. Og þeir ættla að taka sig til og velja með sér 4 spilara, en það er catch, þeir meiga einungis velja einn úr hverju liði, til að þetta verði ekki of einhæft.

Spilað verður Laugardaginn næstkomandi 25. Mars, og verður spilað 2 kort, sem fyrir liðarnir velja sitt hvort, og má búast við hörku baráttu.

Nú fyrir valinu voru:

Birkir 'Fanatic' Pétursson - dedication
Arnar 'Weasel' Kristjánsson - uoM

Leikmennirnir sem þeir hafa valið verður tilkynt á morgun Miðvikudaginn 21. Mars og verður gaman að sjá hverjir verða fyrir valinu, .. það gæti jafnvel verið þú!..

Ég tók mig til og bauð Arnari og Pétri í kakó og tebollur í gær og lagði undir þá nokkrar lauf léttar spurningar.

deluxs: Heill og sæll meistari, ég vill bara byrja á því að þakka þér fyrir að fallast á þetta viðtal, en gætiru byrjað á því að segja okkur smá frá þér og hvað þú hefur spilað lengi og með hverjum.. bara svona smá ferilskrá.

fanatic: Ég byrjaði að spila CoD1 svona sumarið 2004. Var ég þá ekki í neinu clani til að byrja með en fyrsta clanið sem ég fór í hét Blitz. Sú dvöl þar var nú ekki lengi þar sem ég scrimmaði einu sinni með þeim og fór þá yfir í Skanderbeg. Var ég þar í slatta tíma og spilaði þar með mönnum eins og Freakshow, Corvus og svo auðvita manninum sem enginn má gleyma, Spirit. En síðan komu smá erjur innan liðsins og ég ákvað í sameiningu með kail að fara yfir í adios. Var það stopp ekki lengur en 1 dag vegna, já ég gat ekki bara labbað svona burtu frá þeim sem ég spilaði með og bjó til clanið Wanted með Corvus og Love Gun. Gekk það alveg ágætlega en fekk ég leið á því og fór aftur í adios. Þar stoppaði ég í smá tíma þar til það var ákveðið að sameinast ice.cod og gerði ég það með mönnum úr seven.cod. Eftir það kom CoD2 út og gerðum við þá nokkrir úr ice.cod dedication og þar hef ég verið síðan.
Þetta er löng ferilskrá en hún gæti alltaf verið lengri.
Ég spilaði með mönnum eins og kail, Ljunberg, Waldez og mörgum fleirum.


deluxs: Hvað spilaru sirka mikið cod á dag?

fanatic: Í dag get ég ekki beint sagt að ég spili mikið. Spila voðalega lítið public þar sem ég hef mjög lítið gaman af því.
Ég reyni að scrimma sem mest og það með dedication sem mest. Annars er það svo rosalega misjanft.


deluxs: Hver er uppáhalds spilarinn þinn?

fanatic: Hér á Íslandi var Kail alltaf upphálds spilarinn minn. Hann var rosalegur í CoD1 og var hann einn af þessum sem að ég vildi helst ekki lenda á móti. Ég veit ekki hver það er akkurat núna sem er minn upphálds.
En erlendis held ég að zEm sé minn upphálds. Hann hefur allt sem þarf að vera góður spilari og þá helst strattið.


deluxs: Hvað ætlar þú að reyna að gera til að þitt lið muni hafa betur í Stjörnuleiknum?

fanatic: Ég mun bara reyna hafa það markmið að hafa gaman af þessu. Þetta er nú einu sinni til þess.

deluxs: Hvernig finnst þér þetta frammtak hjá Dedication Online staffinu?

fanatic: Mér finnst þetta frábært. Það var ekkert of mikið um eitthvað svona í CoD1 og er þetta annað mótið bara með engu millibili. Ef þetta vekur ekki áhuga hjá fólki þá veit ég ekki hvað.

deluxs: Er eitthvað sem þú vilt segja við andstæðinginn?[/i

fanatic: Bara gangi honum vel og góða skemmtun. Með öðrum orðum, GL & HF.

deluxs: Ég þakka þér kærlega fyrir þetta stutta spjall og er það eitthvað að lokum?

fanatic: Nei ég bara mana fólk til þess að hlusta og gera góða kvöldstund úr þessu ;)
Og ef það eru einhverjir sem eru ósáttir við að hafa ekki fengið að vera með, þá verða þeir bara að vinna betur í sínum málum. Bara eins og CPL segir: Play hard, Go Pro

Ég þakka fanatic kærlega fyrir spjallið, og að klára tebollurnar! ;D

—————–

deluxs: Heill og sæll meistari, ég vill bara byrja á því að þakka þér fyrir að fallast á þetta viðtal, en gætiru byrjað á því að segja okkur smá frá þér og hvað þú hefur spilað lengi og með hverjum.. bara svona smá ferilskrá.

Weasel: Ég heiti Weasel, ekkert annað, heiti bara Weasel í alvöruheiminum og alles. Ég er búinn að spila cod í þónokkurn tíma, svo langan að ég man ekki hversu langan því hann er svo langur. Eftir smá spilun tók ég mér síðan sma frí *hóst* og einbeitti mér að bfviernam og var leet.
Ég byrjaði síðan að spila cod af alvöru í janúar 2005 með félögum mínum og kölluðum við okkur kewl. Eftir einhvern tíma þar gekk ég til liðs við ha$te þar sem nokkrir félagar mínir voru einnig. Ég staldraði þar við í einhvern tíma, fór svo í kewl aftur, þeir urðu að mta.cod sem síðan varð unactive og hætti.
Eftir það var ég clanleysa og spilaði með einhverjum liðum þangað til ég gekk til liðs við shocK.cod. Eftir skjálfta 3 2005 sem við btw unnum urðum við ninjas.cod . Spiluðum undir því nicki alveg undir lok cod 1 og eitthvað í cod 2 þó svo að ninjas.cs væru hættir.
Síðan fór eitthvað að mallast og Waldez nokkur vildi sameina 2 topplið, adios og ninjas. Það vorum við til í og urðum ultimateownagemasters. Síðan höfum við bara haldið tryggð við það tagg. Þess má geta að við í uom hittumst reglulega og höldum okkar vikulega bukakke. Þar fáum við frí frá hversdagsleikanum og getum rætt eins mikið um penis og þannig hluti án þess að vera áreittir af ungum bjánum.

deluxs: Hvað spilaru sirka mikið cod á dag?

Weasel: Svo mikið að mér blæðir, segir sig sjálft.

deluxs: Hver er uppáhalds spilarinn þinn?

Weasel: Sko, ég hef eiginlega engan uppáhalds spilara. Mér gæti ekki verið meira sama um hvað er að gerast í útlöndum. Ef það er einhver sem ég fancy-a hérna á íslandi þá er það bara uom liðið eins og það leggur sig.

deluxs: Hvað ætlar þú að reyna að gera til að þitt lið muni hafa betur í Stjörnuleiknum?

Weasel: Ég ætla að láta þessa helvítis smástráka vakna á morgnana með mynd af mér á veggnum hjá sér. Eftir það hittumst við í world class og treinum aðeins bæseppana og smá tan jafnvel. Síðan veit ég ekki, skellum okkur bara í sund held ég.

deluxs: Hvernig finnst þér þetta frammtak hjá Dedication Online staffinu?

Weasel: Mér finnst það mjög fínt, gott að einhver nenni að gera eitthvað svona á klakanum.

deluxs: Er eitthvað sem þú vilt segja við andstæðinginn?

Weasel: Nei.

deluxs: Ég þakka þér kærlega fyrir þetta stutta spjall og er það eitthvað að lokum?

Weasel: Nei takk ég er góður. Eða jú, penis

Já það fer ekki á milli mála að þetta verður hörkubarátta, enda báðir menn með sjálfstraust á við gillzinegger, enda einn þeirra nauðlíkur honum.

Þið getið hlustað á útvarpið í beinni með því að smella Hér!

Ég mæli sterklega með því að þið leggjið eyrun við þennan magnaða leik því þetta er án efa atburður ársins.. :D

Einnig erum við komnir með nýja síðu, þar geta fyrirliðar liðana loggað sig inn og reportað score og sent inn screenshot's..

Vill minna fólk á styrktar aðila okkar:

www.Kisildalur.is
www.Siminn.is
www.rikur.net
seven william