Nú hef ég og eflaust margir aðrir tekið eftir því að það koma reglulega hingað nýjir spilarar að biðja um hjálp því þeir fá svo slapt FPS í CoD2 og þá oftast er verið að tala um í Multiplayer.
Sumir eru jafnvel að fá slapt FPS þrátt fyrir tölvur sem fara langt yfir Minimum System Requirements.
Ég ætla hér að reyna að hjálpa þeim sem eru ekki sáttir við sitt FPS og skora á Gústa Izelord að gera eins og var stungið upp á hérna á korkunum, skella þessari/einhverri annari hjálp hér til hliðar á þetta áhugamál.
En áður en ég fer út í þessa einföldu Config hjálp ættla ég að skella hér upp Minimum System Requirements svo að fólk geti séð hvort að það takið því að standa í einhverjum Config stillingum.
Minimum System Requirements:
- 3D Hardware Accelerator Card Required - 100% DirectX(R) 9.0c compatible 64 MB Hardware Accelerator video card and the latest drivers*
- English version of Microsoft(R) Windows(R) 2000/XP
- Pentium(R) IV 1.4GHz or AMD Athlon(TM) XP 1700+
- 256 MB RAM (512 MB RAM recommended)
- 100% DirectX(R) 9.0c compatible 16-bit sound card and latest drivers.
- 100% Windows(R) 2000/XP compatible mouse, keyboard and latest drivers
- 4.0GB of uncompressed free hard disk space (plus 600MB for Windows(R) 2000/XP swap file)
- 8x Speed CD-ROM drive or 2x DVD-ROM drive
Nú jæja, ef tölvan þín stenst þetta þá ættiru að geta spilað CoD2 á netinu án nokkura örðuleika eftir að hafa hent upp Nýjum Config.
Config:
Config er í fáum orðum skrá sem inniheldur allar stillingar í “prófílnum” þínum. Allir takkarnir þínir, þ.e.a.s. hvaða takki gerir hvað og allar grafík stillingar. Mikið af smáatriðum er hægt að breyta hvað grafík stillingar varðar með réttum Commands í Console (° Takkinn fyrir neðan Escape), og það eru einmitt þau smáatriði sem skipta máli þegar kemur að því að bæta config til þess að fá hærra FPS.
FPS:
Frames Per Second.
Segir sig hálfpartinn sjálft ef maður skilur þessi þrjú orð. Því hærra FPS, því betra. En ef tölvan þín er rangt stillt og ræður þar af leiðandi ekki eins vel við leikinn og hún gæti, þá fer leikurinn að “lagga” eða hiksta og gerir nánast óbærilegt að spila.
Nú er komið nóg af útskýringum og skal fara beint í að henda upp nýjum Config.
3 config fælar ganga um íslenskar vefsíður sem stendur, en ég hef tekið (að mínu mati) nokkrar mikilvægustu breytingarnar úr þeim og sett saman einn einfaldan sem allir ættu að geta notað. Eini sjáanlegi munurinn er að ég hef ekki Lag'o Meter.
Smellið hér fyrir Config skrá.
Takið þennan texta og coperið hann í Notepad. Gerið Save As (muna að breyta í All Files) og setjið í nafn fælsins “config_mp.cfg” og vista í t.d. “c:\program files\Activision\Call of duty 2\main\players\Nick” (Mikilvægt er að þegar það er spilað þá sé það á Usernum sem þetta er vistað í.
Svo skal taka það fram að þetta er config frá mér, eða með öðrum orðum, takkarnir eru ekki eins og þeir eiga að vera upprunalega. Breyta svo bara Nick og grafík stillingum eftir þörfum (eigið ekki að þurfa að breyta miklu í grafík stillingum nema upplausn og textures).
Tek það fram að inn í þessum Config er FPS mælir á (/cg_drawFPS 1) og max fps (/com_maxFPS 125, en ég mæli með 125 max fps).
Vonandi gagnast þessi hjálp einhverjum svo sá sami geti notið þess enn betur að spila Call of Duty 2.
Ég þakka fyrir mig,
Kveðja
Hjalti Sveinsson.