Jæja þá er kominn tíma á part 2, Er hann frekar stuttur þar sem ég átti erfitt með að ákveða hversu margir hlutar yrði en er ég búinn að ákveða að þeir verða 4 alls.
Núna var svolítið síðan Skanderbeg höfðu skrimmað sitt fyrsta skrimm og höfðu nokkrir menn bæst við en það voru þeir Hrafn (Corvus) og Steini (X-Seth) og höfðu þeir Festina og Weebl verið teknir inn en Mr. Garfunkel(ennþá á trial) varð mjög unactive. Var reyndar frekar erfitt að ná í hann Corvus þar sem hann vissi ekki hvað IRC né Ventrilo væri. Lítið var í rauninni að gerast í cod þessa dagana, nema bara innlend skrimm í fullu fjöri og vorum við ósigraðir þegar Weebl ákvað að hætta þar sem hann nennti þessu ekki og vildi bara skrimma þegar honum langaði.
Síðan gerðist nokk merkilegur hlutur en það var koma clanins Adios og langaði okkur mjög mikið að prófa að skrimma gegn þeim. Þetta skrimm reyndist vera okkar fyrsti ósigur og var hann gríðarlega stór. Ástæða þess tel ég vera jú hæfileikar Adios manna og það að þeir vissu hvað config var, sem var eins og latína fyrir okkur Skanderbeg mönnum á þeim tíma.
Eftir stutta stund kom svo fyrsti skjálftinn sem hafði CoD sem keppnisgrein og skráðum við í Skanderbeg okkur á það með miklar væntingar.
Line-up á Skjálfta: Spirit – Freakshow – Stones –Mattuz – Bitchunter – X-Seth
Þetta var nú frekar ómerkilegur skjálfti þar sem það voru bara 3 lið og það voru Skanderbeg, Adios og svo sameinað lið Blitz/HAD. Skjálfti gekk ekki eins vel og við höfðum vonast eftir en við töpuðum öllum leikjunum okkar gegn Adios og unnu alla leikina okkar gegn Blitz/HAD. Um miðjan skjálfta þegar flestir voru sofandi kom maður að nafni Brynjar(Konev) og fór að tala við Bitchunter um það að honum langaði til þess að joina, man ég vel eftir þessu þar sem ég og Stones vorum hálfsofandi þarna hliðiná. Einnig var það þannig á þessum skjálfta að Valdi(Waldez) leaderinn í Adios fór að spurjast um M4ttuz þar sem hann var einmitt mjög góður á þessum skjálfta og í rauninni bara flest oftast.
Þegar við komum af skjálfta vorum við ekkert alltof sáttir en stuttu seinna joinaði Konev og einnig hætti M4ttuz og fór yfir í Adios, en okkur var eiginlega alveg sama einhverja hluta vegna.