Jæja nú er Call of Duty 2 eða CoD2 eins og hann er kallaður að koma í búðir ef hann er ekki bara kominn :)
Ég er búinn að spila hann smá og ætla koma með svona smá grein um hann og hans helstu galla.
Ég ætla byrja að segja aðeins frá leiknum.


Gameplay, maps og Anti-Cheat:
Gameplay í CoD2 er mun betra en í CoD1. Hann er mun hraðari í S&D bæði vegna hversu lítil flest möppin eru og hversu nálægt Bombsite þú ert að spawna (í flestum möppum). Ef ég tek Dawnville sem dæmi, þá eru allies að spawna þar sem fyrsti tankurinn er hjá bogavegg, og þegar þeir spawna er greið leið yfir í gat/hornrústir á notime. Einnig er það sama með kirkjugarð, þeir eru notime að koma sér vel fyrir þar. Þetta þýðir að í flestum eða ekki öllum kortum er Axis og Allies mjög jöfn.
Það voru fleiri kort en Dawnville sem fóru í CoD2 og eru það:
Carentan, Railyard og Brecourt.
Önnur kort í CoD2 eru:
breakout
burgundy
decoy
downtown
farmhouse
leningrad
matmata
toujane
trainstation

Búið er að bæta við CTF (Capture the flag)og Squad Warfare, en Team Deathmatch, Deathmatch og Headquarters eru enþá úr CoD1.
AntiCheat: Punkbuster verður ekki notað í CoD2. Eins og þeir sem hafa spilað Quake4 vita að Punkbuster var settur á þann leik, en ákváðu Activision að gera nýtt Anti-Cheat til að koma enn betur í veg fyrir svindl. Líklegt er að þetta Anti-Cheat dót muni koma með Patch eða með disknum. En annars viljið ábyggilega vita hvernig scrimmin ganga fyrir sig og er það einhverveginn svona.
S&D er spilað svona í scrimmi:
Roundtime: 2:15
Aðeins leifð 1 Shotgun og 1 sniper
Smoke er bannaður


Byssur

American: American hafa 7 byssur í sínu liði:
1.Grease Gun (byssa sem minnir á sten)
2.Carbine (mun öflugari en áður)
3.Garand (aðal byssa American núna)
4.Springfield Sniper
5.M1897 Trench Gun (Shotgun)
6.Thompson (mun lélegri aðeins með 20 skot)
7.Bar (svipuð og í CoD1, en jafnari mp44 núna)

Russian: Russian hafa 6 byssur
1.Pps42 (lélegrigerðin af PPSH)
2.Moisin Nagat (alveg eins nema flottari)
3.Togarev (auto Rifill með 10 skotum, er í UO)
4.Scoped Moisin Nagat (sniper)
5.M1897 Trench Gun (Shotgun)
6.PPSH (Mjög öflug)

British British hafa 6 Byssur
1.Sten (svipuð og í CoD1)
2.Lee Einfield (orðinn mun betri rifill en í CoD1)
3.Scoped Lee Einfield (sniper)
4.M1897 Trench Gun (Shotgun)
5.Thompson (bara venjulegi American Thompson)
6.Bren (Orðin betri að mínu mati)

German German hafa 6 byssur
1.MP40 (gefur PPSH ekkert eftir)
2.Kar98k (bara alveg eins og í CoD1 nema flottari)
3.Gewehr 43 (líkt og Tokarev, auto rifill með 10 skotum, var í UO líka)
4.Scoped Kar98k (sniper)
5.M1897 Trench Gun (Shotgun)
6.MP44 (meistarinn sjálfur, að mínu mati besta byssan í leiknum)


Gallar og kostir.

Ekki mikið er af göllum í leiknum sem ég hef tekið eftir. Eina villan úr CoD1 er slide buggið. Að maður getur enþá slide-að ef maður er óheppinn. Svo er önnur villa ekkert tengt CoD1. Að ef þú ert drepinn upp við vegg, þá byrjar byssan þín að snúast á veggnum. Pínu skrýtið en þið fattið þetta þegar þið sjáið þetta. Btw byssan sést þá ekki utan frá.
Til allra hamingju er búið að laga mest bögg Call of Duty Sögunnar, og er það clip. Ekki er lengur hægt að clippa svo við vælukjóarnir getum hætt að væla. Þú sést ekki lengur í gegnum veggi ef þú ert alveg við þá.
Einnig er búið að koma svona anti-camp vörn á leikinn. Að þegar þú ert í ákveðinni fjarðlægð frá óvinni og hann t.d. skýtur úr pistol, þá sérðu hvað hann er á radarnum. Hann verður svona rauð doppa, en hún fer eftir sirka 3 sek. Þannig ef einhver campar og drepur mann er alltaf hægt að sjá hvar á radarnum. Þetta er líka svona í scrimmum.
Síðan tel ég þetta kost. ÞAÐ ER EKKI HEALTHBAR Í LEIKNUM Sem þýðir mjög einfaldlega það, að þegar þú ert skotinn sérðu ekki lífið þitt, þú sérð bara allt frekar rautt í kringum þig, getur hreyft þig frekar hægt. Hinsvegar ef þú ert hittur og kemst í skjól, þá getur náð lífinu aftur upp í fullt. Það tekur svona 10 sek frá því að vera lítið og verða aftur fullt.
Þetta sýnist vera mjög leiðinlegt og mikill galli, en er það alls ekki. Það þarf ekki nema eitt skot með rifli eða sniper til að hinn deyr (í 95% tilvika) og þú þarft ekki nema 3-4 mp44,bar og bren skot til að hann deyji. Þið venjist þessu strax.


FPS, Ping og Grafík

Þegar ég prófaði leikinn fyrst þá var ég að fá svona, ekki meira en 60 í FPS og var yfirleitt með hátt ping. Ég skyldi þetta ekki og var alveg viss um að þessu öfluga tölva mín mundi ekki ráða við þennan leik. Það voru margir fleiri sem héldu það líka. En málið er að það er eitthvað vanstilt í þessu Default cfg sem kemur fyrst þegar þú prófar leikinn, og þú einhvernveginn læsist í 60FPS. Það er ekki Vertical Sync. Ég prófaði að setja Grafíkina í 600x480 og allt í low en samt var ég að fá jafn mikið FPS og með 1024x768 með allt í extra, svo þarna hlaut að vera eitthvað console command eða e-ð þannig á ferð.
En ég fann á netinu Config sem ætti að geta lagað þetta, fyrir ykkur sem eru föst í þessu líka.
Þetta config er ekki mikið öðruvísi en default config, nema það er búið að laga þettaþ
Þið sækið configinn hér:
http://www.currahee.is/forum/viewtopic.php?t=1681

Fylgið leiðbeiningum þarna, og breytið síðan grafík og tökkum eins og ykkur hentar.
Málið er að það þarf ekki það öfluga tölvu í þetta. Einn spilari sem ég veit um var alltaf með mjög lélegt FPS í CoD1 en er að fá hærra FPS með þessu CFG í CoD2 en hann er að fá í CoD1.

Ping var að hrjá fólk líka, þeir sem voru að fá 60 í ping í CoD1 voru skyndilega með 100 í ping í CoD2 á server frá sama host.
Það þarf ekki mikið til að laga þetta, einungis eitt console command:
/cl_maxpackets 30
Eftir þetta ætti pingið að lækka smá.


Að sjálfsögðu eru fullt af nýungum sem ég hef kannski ekki talið upp, en held ég að ég sé búinn að koma frá mér því mesta. Ef þið getið bætt við einhverju fleiru endilega komið með það.
Nokkur Íslensk clön eru kominn upp.

Excellence #excellence @ Quakenet
Currahee (Þökkum þeim fyrir serverinn)
Dedication #dedication.is @ ircnet & quakenet

Leikurinn kemur út í Evrópu 4 Nóv og ég ætla vona að hann komi hingað líka, við höfum alltaf verið eftir á. En allir skella sér í þennan frábæra leik !! Og svo vill ég minna á að ég sucka í íslensku og er búinn að vera læra í allann dag, svo heilinn á mér er í ofsuðu. Svo dont bother ef það stendur e-ð vitlaust :)
Annars þakka ég bara fyrir mig
You shouldn't take life to seriously. You'll never get out alive.