Núna er skjálfti um það bil að fara að skella á og margir farnir að spá í spilin. Ég er búinn að velta liðunum svolítið fyrir mér og ætla að deila með ykkur spánni minni um frammistöðu þessara liða.

7. sæti: Unreal

Lineup:

Fume$
DreZi
KarriMor
Nonaza
Steini


Unreal hafa verið á mikilli uppleið undanfarið og fengið til liðs við sig spilara sem gætu gert góða hluti. Hins vegar er þetta fyrsti skjálftinn hjá flestum spilaranna og held ég að reynsluleysið þar gæti haft sitt að segja. Ég vil samt ekki útiloka neitt hjá þeim því þeir gætu reynst harðir í horn að taka, sérstaklega ef þeir eru vanmetnir.
Mikilvægasti leikmaðurinn: DreZi


6. sæti: zero5

Lineup:

Mattuz*
Xactive
Emm$ki
Noxi
TheBraveCow


Það þekkja allir zero5 og öll lætin sem hafa verið í kringum þá áður en þeir lögðu upp laupana. Það er erfitt að segja til um hvar þeir lenda, því þetta er færir spilarar þrátt fyrir allt sem hefur verið sagt um þá. Samt sem áður held ég að þeir eigi ekki eftir að ná eins hátt og margir hefðu haldið, og það verður ekki útaf því “þeir verða ekki með haxið” núna. Það sem á eftir að hafa mest áhrif á spilamennsku þeirra á þessum skjálfta er æfingaleysi, held ég, vegna þess að Matti og Emmi hafa verið bannaðir á simnet serverum undanfarið hafa þeir ekki haft tækifæri til þess að spila við íslensk clön fyrir Skjálfta.
Mikilvægasti leikmaðurinn: Mattuz*


5. sæti: Exodus

Lineup:

Maeth
BlackDiamond
Lady
MrGarfunkel
Killerade
Gi-Joe
Cigaro
Romeliz
Priest


Exodus er eins og flestir vita afsprengi unholyC sem hætti fyrir skömmu síðan. Ég mundi telja Exodus betri en uC var og vonast til að sjá enn meiri framfarir á næstu mánuðum. Þeir eru með fína spilara í sínum röðum og 1 þeirra hefur reynslu með landsliðinu. Hins vegar eru þeir með 9 manan hóp á þennan skjálfta (eftir minni bestu vitneskju) og ég held að það gæti haft slæm áhrif á teamplay-ið þeirra.
Mikilvægasti leikmaðurinn: GI-Joe


4. sæti: Ha$te

Lineup:

Speer
Zkari
Glyptic
President
Trogdor


Ha$te eru að mínu mati meðal bestu clana á klakanum í dag. Þá skortir kannski þéttleika í sínar raðir og ég vona að þeir nái að halda sínum “stjörnum” eftir þennan Skjálfta og hætti ekki eins og gerist oft eftir þessi mót. En þegar maður horfir á lineup-ið þeirra sér maður að þá vantar einn lykilmann, G4rra. Það á eftir að kosta sitt og vil ég meina að þeir gætu blandað sér í toppbaráttuna ef þeir hefðu hann. Hins vegar eru þeir með fína spilara í liðinu sem ættu að standa fyrir sínu.
Mikilvægasti leikmaðurinn: Glyptic


3. sæti: Adios // Tacos

Lineup:

Corruptor
Corvus
bloomberg
Freakshow
Djusi


Þetta lið breyttist skyndilega á síðustu dögunum fyrir mótið og duttu 2 leikmenn út sem ætluðu að koma. Þetta á eftir að hafa áhrif á frammistöðu liðsins í mótinu, en þó held ég að þeir eigi eftir að ná langt. Djusi er nýr í þennan hóp og var fenginn inn sem varamaður, en hann er lítt þekktur í cod-samfélaginu, þannig hann gæti komið á óvart.
Mikilvægasti leikmaðurinn: Freakshow


2. sæti: SeveN

Lineup:

emo_Otive
Klemmi
Oddur
Snitzel
Spirit


Þetta lið samanstendur að mestu af leikmönnum sem unnu skjálfta síðast. Þeir eru allir frábærir spilarar og vel skipulagðir. Baráttan um fyrsta sætið verður milli þeirra og Adios // Tortillas. Frammistaða þeirra á eftir að velta að mikið á frammistöðu Odds og dagsforminu.
Mikilvægasti leikmaðurinn: Oddur


1. sæti: Adios // Tortillas

Lineup:

Waldez
Kail
F4nAtiC
Ljungberg
Konev


Það er hálf vandræðalegt að spá sínu eigin liði svona og tala svo um það, en ég ætla að gera mitt besta í að vera hlutlaus. Þetta lið inniheldur frábæra spilara sem eru flestir í hópi allra bestu spilara landsins í dag. Sé dagsformið þeim hagstætt held ég að þeir ættu að geta tekið þennan Skjálfta, en þeir þurfa að passa sig á að vanmeta ekki andstæðingana og halda einbeitingunni.
Mikilvægasti leikmaðurinn: Kail

-

Ég vil biðjast velvirðingar á öllum stafsetningavillum og taka það fram að þessi spá endurspeglar einungis mitt álit, ekki álit clansins eða nokkurra annarra. Ég vil einnig biðjast afsökunnar ef einhver liðanna sem ég taldi upp hér að ofan innihalda ekki rétta leikmenn, en þetta eru upplýsingar sem ég sótti á huga eða á ircið. Endilega leiðréttið mig og látið mig vita hvað ykkur finnst og hvernig þið haldið að Skjálfti fari.
Takk fyrir.
- Waldez