Helvíti væri fínt að enda greinina núna og sjá hvernig mál myndu þróast =)
Kerfið sem kemur í staðinn er að mínu mati mun öruggara og betra í alla staði. Vandamálið með rcon aðgang er öryggi leikjaþjónsins, spilarar hafa einfaldlega of mikið vald yfir sjálfri vélinni sem leikjaþjónninn er á. Núna vitið þið afhverju ég var afar tregur til að láta rcon passwordin frá mér.
Þetta nýja kerfi byggist á guid spilara og hafa þeir aðeins aðgang að fyrirfram ákveðnum skipunum. Þeir þurfa ekki að muna nein lykilorð og mun ég geta látið mun fleiri spilara fá aðgang en áður.
Einnig er hægt að stigskipta kerfinu og gefa einstökum spilurum aukinn aðgang, mun ég láta reyna á það seinna.
Þegar spilarar með aðgang, Captains, nota skipanir, fá allir spilarar á leikjaþjóninum skilaboð um það. Á skjánum birtist nick þess sem notaði skipunina og hvaða skipun hann notaði.
Einnig verður til færsla í logskrám leikjaþjónsins.
Afar erfitt verður því fyrir spilara að misnota hið nýja kerfi.
Spilarar sem telja sig eiga rétt á aðgangi að hinum nýja kerfi skulu hafa samband við mig á ircinu og mun ég ákveða hvort þeir séu hæfir.
Það mun verða til listi yfir Captains hér á huga, sem og aðrar stöður um leið og þær verða til.
Ætti það að auðvelda spilurum að nálgast fólk með nægileg völd til að halda skemmdarvörgum í skefjum.
Fyrir ykkur sem þegar eruð komnir með aðgang þá þurfið þið einungis að muna að nota:
pb_rcon skipun
Eins og er mun skipunin ‘pb_sv_kick’ aðeins verða til staðar. Hún nægir til að banna fólk tímabundið.
Syntax er svona:
PB_SV_Kick [name or slot #] [minutes] [displayed_reason] | [optional_private_reason]
Auðvitað vonast ég til að hið nýja kerfi hjálpi til við að halda leiðindapúkum frá leikjaþjónum okkar.
Verði ykkur að góðu.
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.