Það eru eflaust einhverjir sem vita ekki hver þessi síðan er og hvað í andskotanum þið ættuð að gera á henni.
eSports er svona stór síða fyrir svona aðal tölvuleiki Íslands (CoD ekki alveg komið upp en mun koma fjótlega). Það er að segja þar eru leikir eins og CS, CoD, BF, Wolf:ET, WC3 og fleiri góðir leikir. Það er búið að ráða 2 fréttaritara fyrir CoD og þeir sem voru fengir í þetta starf voru
Wanted :: F4nAtiC
Turtles ^ BrainDmg
Þarna inná munu koma fréttir af því sem er í gangi í CoD heiminum í dag. Ekki bara íslenskar fréttir heldur einnig erlendar fréttir líka. Líka munum við koma með viðtöl við nokkra CoD spilara og reyna halda þessu eins vel gangandi og við getum.
Það eru nú svona ekki allir viss hvernig CoD er erlendis þar sem ekki allir hafa verið að kíkja yfir klakann og skoða sig til.
En CoD er t.d. næst mest sóttasti leikurinn í CPL mótið. Pælið í því, við erum í 2 sæti :D
En tilgangur þessara síðu er eins og ég áður nefndi að halda lífi í CoD og líka að leifa ykkur svona sjá hvað er í gangi í CoD heiminum í dag. En CS er auðvita lang stærsti leikurinn hér á Íslandi í dag og er þá auðvita mest um CS á þessari síðu en þrátt fyrir það þá megum við ekki láta það stoppa okkur að kíkja þanngað inn. Ég frétti nefnilega að þegar fólk fór á rásina #e-sports.is þá vildu þeir ekki vera þar því það voru svo margir CS spilarar þar. Sko mér bara leið illa eftir þetta. Meina megum ekki láta CS stoppa okkur, frekar bara vera á rásini og sýna hvað við erum miklu betri :)
En endilega gerið það fyrir mig, ykkur sjálf og CoD samfélagið að kíkja þanngað inn og vera þar #e-sports.is og skrá sig á www.esports.is
En ég vill fá að bætu nokkru hér inn svona fyrst ég er að skrifa grein.
Núna er ábyggilega ekkert það langt í skjalfta og eru held ég rétt svo 4 clön að hugsa um að fara. Það eru þá Wanted, Adios, Turtles og SS. En eins og þið sjáið þá eru þetta 4 lið og í sannleika sagt þá þurfum við fleiri. Það eru svo mörg lið í CS að ég vill ekki einu sinni reyna að gíska á það. En ég mæli með að þeim sem langar á skjalfa og eru ekki í clani komi sér saman og reyni að búa til lið og mæta. Þó að þið eruð kannski ekki eins góð og vel undirbúin fyrir skjalfta eins og þessi lið þá er þetta bara alltaf svo gaman að maður vill ekki missa að þessu. En já því fleir clön sem koma í þetta því stærra mun okkar samfélag vera held ég :)
En svo ætla ég að koma með eina hugmynd sem ég hef sofið á lengi.
Það er að búa til Íslenskan CoD ladder.
Ladder virkar þannig að þetta eru bara svona riðill, getur alltaf skráð þig í þennan riðil hvenar sem þú vilt og munt getað spilað í honum hvenar sem er. Ef þú vinnur leik muntu fá stig og ef þú tapar þá missiru stig. Ef lið sem er í efsta sæti keppir á móti liði í neðsta, og liðið sem er í efsta vinnur þá fær það mjög fá stig því liðið sem þeir kepptu á móti var með svo fá stig. En ef þetta er öfugt. Liðið sem er neðst vinnur fær það mörg stig því það vann lið sem er efst en hinsvegar liðið sem var í efsta sæti tapar mörgum stigum því þeir töpuðu fyrir liðinu í neðsta. Þetta virkar alveg eins og ClanBase bara. Ég hef fengið það að það eru of fá lið til að gera þetta, þetta væri ekkert gaman. Já það er kannski rétt. En ég ætla að sjá hvað fólki finnst og ef það er mikill áhugi fyrir þessu þá mun ég koma með betri útskýringar á þessu öllu saman. En ég ætla að koma með þá kosti og galla sem mér finnst.
Kostir:
Ég held að þetta ætti að hvetja fólk til að scrimma meira því það hefur e-ð til að scrimma fyrir
Þetta er góður undirbúningur fyrir ClanBase
Kannski fleiri clön verði til
Þetta er góð auglýsing fyrir leikinn á þann hátt að það eru ekki margir leiki á Íslandi með svona
Ókostir
Fólk fer að scrimma minna gegn stórum clönum í þeirri hættu að missa stig.
Fólk fer bara að spila á sömu mönnunum til að fá stig.
Mikill ágreningur getur komið upp (gerist alltaf í öllu svona)
Klukkan er núna hálf 5 þannig ég er ekki mikið nær. Allavega þá er þetta e-ð sem ég get tekið að mér ábyggilega með hjálp annara.
En annars bara minna fólk að vera á
#cod.is #pickup.cod #wanted.is ;) !!!!
Blásum lífi í þetta og gerum allt Crazy kkk???
You shouldn't take life to seriously. You'll never get out alive.