Clön hafa sprottið upp, mis lengi hafa þau lifað,og þessi stærra clön hafa orðið betri.
Ég sjálfur byrjaði ekki að spila CoD fyrr en í Júlí eða um það leitið þannig ég veit ekki helminginn af þessu ári. En þann helming sem ég hef spilað, hefur margt gerst. Þegar ég byrjaði var maður heppinn að sjá fólk á server klukkan 5, það voru svona 5-10 manns klukkann 8. En síðan ókst þetta alltaf meira og meira. Núna fyrir stuttu sá ég að 3 server-ar voru fullir. Simnet 1.4 simnet S&D og BTnet. Á ircinu hefur aukning líka orðið mikil, á #cod.is voru fleiri en á #bf1942.is um daginn og ætlum við að reyna halda þessu þannig. En þrátt fyrir að það voru 70 manns á ircinu um daginn á #cod.is veit ég að það eru fleiri sem spila CoD en 100 manns. Þess vegna langar mig að biðja þá sem spila CoD og eru ekki á ircinu að fá sér ircið og koma á #cod.is rásina.
Málið er að ef allir koma á ircið er auðveldara að ná í Clön, þá er ég að tala um þessi minni clön sem eru að runna alla sína starfsemi á MSN.
Ég t.d. nota msn til að tala við vini mína og svona, ekki til að hafa samband við gaura í CoD. Þannig ef allir nota irc þá auðveldar það allt fyrir clön.
Síðan er komið upp Pickup fyrir CoD, það er gert svo að fólk læri að scrimma og hafi meira gaman af því. Hvet ég alla til að prófa þetta :)
Allavega þá er nýtt ár að fara koma og vona ég að það muni vera gott ár fyrir þetta CoD samfélag. Það þarf fleiri Clön í þetta og það þarf að fá fleiri á skjalfta svo skjalfti muni ekki taka CoD út.
En annars vill ég bara óska öllum gleðilegt nýtt ár og megi það nýja vera gott fyrir ykkur. Og muniði að nota hlífðar gleraugu þegar farið í flugeldana ;)
You shouldn't take life to seriously. You'll never get out alive.