Núna klukkan 17:00 eru 18 manns á cod leikjaþjónum Skjálfta. Meirihlutinn að þessu sinni eru íslendingar.

Svona stikkprufa fyrir mánuði síðan hefði gefið allt aðra raun um spilavenjur íslendinga og hefðu útlendingar verið í meirihluta.

Þetta er þrátt fyrir að útlendingarnir hafi tímabeltið í hag :)

Ljóst er því að okkar litla samfélag ekki er svo lítið lengur og erum við nú þegar farin að sjá teygjast á skurninni.

Verum góð hvort við annað í þessum vaxtarverkjum. Hól og gleðskapur er eitthvað sem ég enn á ný vil sjá á okkar frábæru leikjaþjónum :)
Við höfum gert það gott um tíðina og við ættum ekki að slaka á núna þegar fjöldinn er orðinn svo mikill, þvert á móti.

Hvet ykkur til að njóta hátíðarhaldanna vel og örugglega. Passið ykkur nú á áramótahundinum :)

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Fyrir hönd stjórnenda.
izelord
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.