Núna fer Skjálfti að renna í garð helgina 12-14 Nóvember og spennandi verður að sjá hvort að einhver clön eigi eftir að mæta, annað en á Skjálfta 2|2004 núna þarsíðast.
Persónulega þykir mér mikilvægt að fá sem flest lið á komandi Skjálfta vegna mögulegrar hættu á því að Call of Duty eigi ekki afturkvæmt á Skjálfta ef engin mæting verður.
Menn verða að gera sér grein fyrir því að stjórnendur mótsins vilja örugglega ekki einu sinni halda uppi möguleika á keppni ef það mætir aldrei neinn til þess að spila.
Að spila á Skjálfta mun skemmtilegra og allt önnur reynsla heldur en yfir internetið. Leikurinn er allur hraðari og sneggri, skapar mun meiri spennu, verða “strattaðari” þar sem það er miklu auðveldara að plana og ég tala nú ekki um skemmtunina við að hitta þá sem þú hefur jafnvel verið spilandi með/við í kannski marga mánuði.
Þannig að ég vil hvetja leikmenn að skrá lið sín til keppni á Skjálfta og byggja þar rækt að aukinni spilun í CoD samfélaginu með því að fjölmenna á Skjálfta
Eina sem þarf á Skjálfta eru eftirtaldir hlutir:
Tölva
Skjár
lyklaborð
mús (motta)
fjöltengi
löng lansnúra (sem hægt hefur verið að kaupa ódýrt á staðnum)
allar nauðsynlegar tengisnúrur
og auðvitað 6 leikmenn fyrir CoD
Endilega skrifiði hérna fyrir neðan hverjar líkurnar séu á því að ykkar lið mæti.