Enn er komið að skjálftamóti.
Í þetta sinn verður mótið haldið 27. - 29. ágúst í HK höllinni, Digranesi.
Skráning hefst í DAG klukkan 18:00 og mæli ég enn og aftur með því að fólk skrái sig sem fyrst(lesist: klukkan 18:00) svo það ekki eigi á hættu að lenda á biðlista vegna mikillar aðsóknar á þessi mót.
Á síðasta móti var haldin jómfrúrkeppni í cod, sem heppnaðist að mínu mati ágætlega þrátt fyrir slappa mætingu í þá keppni.
Ég vonast til þess að aðsókn aukist í þetta sinn og að fleiri lið skrái sig til leiks.
Grein þessi er í raun ætluð sem mæling á því hversu mörg lið hafa ætlað sér að mæta með fullt lið(6 menn) á skjálfta og keppa í S&D.

Hverjir hafa svo hugsað sér að mæta?
Ég veit að Adios mætir og mun verja titilinn.

Núna er einmitt tækifærið til að biðja um lagfæringar á því sem betur mætti hafa farið síðast eða koma með aðrar ábendingar.

kv.
izelord
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.