Grein þessi er ætluð sem könnun á stuðningi þeim sem ég kann að hafa sem fyrirliði íslenska landsliðsins í Call of Duty.
Fyrirliði landsliðs sér um að velja liðsmenn og skipuleggja æfinga- og keppnistíma fyrir liðið. Einnig þarf hann að sjá til þess að liðsmenn fari eftir reglum þeim sem kunna að gilda í einstökum deildum, sem og vera tengiliður við stjórnendur deilda.
Landslið þetta mun taka þátt í “Nations Cup” á vegum <a href="http://www.clanbase.com“>ClanBase</a>.

Í reglum þar segir:

”1.The ClanBase Call of Duty S&D Nations Cup is an online European tournament for national teams (called ‘clans’ in the rules). National teams are led by captains who are appointed by ClanBase based on the support they have in their national scene. Only European teams who play in an European country may participate."

Íslenska þýðingin á Captain er svo Fyrirliði.

Ég hef verið beðinn um, af fleiri en einum aðila, að taka þetta starf að mér. Ég er reiðubúinn til þess, en aðeins ef nægur stuðningur fæst. Þetta er ekki eitthvað sem maður nennir að standa í þegar margir aðilar eru á móti manni.
Þetta er eitthvað sem hið íslenska COD samfélag þarf að gera upp við sig á næstu dögum ef við eigum að geta tekið þátt í næsta ClanBase Nations Cup, en hefst það bráðlega.

Í stuttu máli, viljið þið mig sem fyrirliða eða er einhver annar sem stendur ykkur ofar í huga?

- izelord
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.