Spilað verður með CAL server config sem hægt er að sjá <a href="http://izelord.bitch.is/skjalfti/cod/server.cfg ">hér</a>.
Helstu atriði eru eftirfarandi:
– Kortaval
Spiluð verða 4 kort í Search and Destroy hluta keppninnar.
* Carentan
* Dawnville
* Neuville
* Brecourt
Þetta eru þau kort sem hafa verið valin í samráði við þau 3 lið sem skráð eru á skjálfta.
Liðin eru Adios, Blitz og Skanderberg.
– Helstu serverside leikjastillingar
Maxrounds 10
Ekkert scorelimit
Roundtime 4 min
Ekkert killcam
Friendlyspec only
Ekkert freelook
Friendlyfire 1
—
Glöggir menn sjá að með þremur liðum verður aðeins hægt að spila einn leik í einu og að hver leikur getur tekið í mesta lagi 1 klst og 20 min.
Stjórnendur hafa því ákveðið að hafa 1 kort á föstudegi og 3 á laugardegi.
Dagskráin verður líklegast svona:
— Föstudagur
20:00 ; Carentan ; Adios vs Blitz.
21:20 ; Carentan ; Blitz vs Skanderberg.
22:40 ; Carentan ; Adios vs Skanderberg.
00:00 ; Leikslok.
— Laugardagur
10:00 ; Dawnville ; Adios vs Blitz.
11:20 ; Dawnville ; Adios vs Skanderberg.
12:40 ; Dawnville ; Blitz vs Skanderberg.
14:00 ; Neuville ; Adios vs Skanderberg.
15:20 ; Neuville ; Adios vs Blitz.
16:40 ; Neuville ; Blitz vs Skanderberg.
18:00 ; Brecourt ; Skanderberg vs Blitz.
19:20 ; Brecourt ; Skanderberg vs Adios.
20:40 ; Brecourt ; Adios vs Blitz.
22:00 ; Leikslok.
— Sunnudagur
12:00 ; DM-blast ; map óákveðið.
Þetta lítur svo sannarlega út fyrir að vera ströng dagskrá en hún verður það líklegast ekki.
Ég veit ekki um neitt round sem ekki hefur verið klárað vegna tíma. Þessvegna mun þessi dagskrá ekki verða föst.
Ef leikir klárast fyrr en dagskrá hefur gert ráð fyrir, þá eru góðar líkur á að næsti leikur á eftir verði ræstur.
Það mun gefa okkur möguleika á að hafa eitt ágætis hlé á miðjum laugardegi, eða enda keppnina fyrr á laugardeginum og taka þá
einhver önnur gametypes okkur til skemmtunar.
Eftir hvern leik skal leikstjórnandi þess liðs sem bar sigur úr býtum hafa samband við stjórnendur COD deildar skjálfta. Þeir munu vera staðsettir með CS stjórnendum við miðju sals.
Leikstjórnandi skal hafa stig hvers hálfleiks á hreinu svo hægt sé að skrá þau.
Keppendur skulu taka screenshot í lok hvers leikhluta svo ekki komi upp leiðindamál þar sem rifist er um stig.
Það lið sem lýkur þessum 4 kortum með flest stig verður úrskurðað skjálftameistarar. Stig liða verða uppfærð jafnóðum á þartilgerðri vefsíðu sem auglýst verður á Skjálfta sjálfum.
-
Endilega látið í ljós ykkar skoðun á málinu sem fyrst í ljós svo hægt sé að íhuga breytingar á reglum og dagskrá.
Einnig er þessi grein ágætur vettvangur fyrir ýmsar spurningar tengdum spilunarfyrirkomulaginu sem hér hefur verið lagt fram.
COD stjórnendur Skjálfta.
izelord og Haddi.
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.