Tölvur sem ég á: Pc, Mac, Nes, Gamecube, Ds Lite, Wii, Xbox, Xbox 360, Ps2, Psp, Ps3
Eve í sjónvarpinu
Þar sem enginn hefur minnst á þetta fyrr þá geri ég það bara. Ég vona að sem flestir hafi séð fréttirnar á Stöð2 og Rúv. Þar sem var verið að tala um undirritun samningsins við Simon&Shuschter sem flestir hérna vita um. Ég var einna ánægðastur að sjá Interfacið loksins í gangi. Líka gaman að sjá leikinn og sjá þá hjá CCP að tala um leikinn. Ég var farinn að vera hræddur um að leikurinn væri bara eitt CG atriði, fannst vanta leikinn rúllandi og spilanlegan, svo maður hafi einhverja hugmynd um hverning lokavaran lítur út. Sá í gær að Ccp segja á VoodooExtreme að leikurinn sé 75% Complete. So maður vonar að þessi beta sé ekki langt undan. Síðan er bara að smella sér á eintak í næsta Bt eða annars staðar í vetur.