Ég hef spilað EVE svona í hálft ár núna…..og ég átti alltaf gamlan feitan skjá fyrir tölvuna..
Svo keypti pabbi flatskjá sem kostaði 27.000kr minnir mig og það er allt frekar skrítið núna.
allir bjartir hlutir t.d. sólin í EVE eða björt gasský, þegar ég hreyfi skjáin (íti á vinstri músartakkan og hreyfi músina) þá verða þessir hlutir
“tvöfaldir” eða einhvað svoleiðis….svona lagga mikið og á brúnirnar á sólinni eða skýjunum koma svona gallar…..bætist við en fer um leið strax aftur, og það gerist líka þegar ég warpa…..þetta var EKKI á gamla skjánum sem er svona 6 ára gamall eða einhvað. Ég prófaði skjáin hjá tölvu bróðir míns sem er með miklu betra skjákort en í þessari tölvu, það kom líka hjá honum svo það er ekki skjákortið eða tölvan. Það komu líka smá gallar í Counter Strike Source en aðallega EVE. Getur verið að skjárinn sé gallaður?
Vona að einhver getur svarað þessu
P.S. Print Screen takkin í EVE virkar ekki og það er ekki hægt að breyta um takka til að taka screen shot svo ég get ekki sýnt ykkur þennan galla. :(