Margir sem ég hef talað við um EVE beta testið tala um þetta eins og þeir séu að fá að komast fyrr í leikinn enn aðrir, eða að minnka biðina eftir leiknum. Aðrir tala um þekkingar forskot sem þeir munu hafa þegar leikurinn verður gefinn út. Að hluta er þetta rétt og að hluta ekki, þetta eru hlutir sem koma með sem extra fyrir það að vera beta tester.
Það sem fæstir virðast gera sér grein fyrir er að það er enginn sældarleikur að vera beta tester, beta tester er að spila leikinn með eitt markmið í huga, finna villur og reyna að endurskapa skilyrði sem búa til villur.
Og um leið og beta tester er búinn að finna einhverja villu þá sendir hann póst til framleiðanda um hvar, hvenær, hvernig og með hvaða vélbúnaði villan gerist.
Og að heyra fólk kvarta undann því að characterinn muni ekki lifa yfir í release er eitthvað sem lýsir því að fólk hefur ekki hugmynd um hvaða hlutverki beta tester gegnir.
Í flestum online beta tests hafa serverarnir verið hreynsaðir nokkrum sinnum á meðan beta testi stendur þannig að beta testers geta alveg búist við því að characterar sem þeir spila í beta testi verði hreinsaðir út nokkrum sinnum á meðan þeir eru að beta testa.
Þannig að endilega lítið á þetta beta test með öðrum augum en ókeypis leið til að komast inn í Eve-online, þið verðið að senda CCP upplýsingar um allt sem drífur á daga ykkar á meðan þið eruð að spila ég held að það sé ágætis þumalputta regla að senda allavegana einn póst á viku plús auka pósta ef þið lendið í villum.
Barrow
Fatal Shadows